Ferill 5. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Nr. 25/123

Þskj. 1181  —  5. mál.


Þingsályktun


um að íslenska táknmálið verði viðurkennt móðurmál heyrnarlausra.


    Alþingi ályktar að menntamálaráðherra verði falið að láta gera athugun á réttarstöðu heyrnarlausra hér á landi í samanburði við réttarstöðu heyrnarlausra í nágrannalöndunum með það að markmiði að tryggja sem best stöðu íslenska táknmálsins.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1999.