Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


124. löggjafarþing 1999.
Þskj. 2  —  2. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu samnings milli Íslands, Noregs og Rússlands um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs ásamt tvíhliða bókunum Íslands og Noregs annars vegar og Íslands og Rússlands hins vegar.

(Lögð fyrir Alþingi á 124. löggjafarþingi 1999.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta samning milli ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs ásamt bókunum ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs annars vegar og ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins hins vegar samkvæmt samningnum sem undirrituð voru í St. Pétursborg 15. maí 1999.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs ásamt tvíhliða bókunum ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs annars vegar og ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins hins vegar sem gerðar eru samkvæmt samningnum. Samningurinn og bókanirnar voru undirrituð í St. Pétursborg 15. maí 1999. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari, bókun Íslands og Noregs sem fylgiskjal II og bókun Íslands og Rússlands sem fylgiskjal III.
    Samningurinn og bókanirnar fela í sér samkomulag um þorskveiðar Íslendinga í Barentshafi og lausn á Smugudeilunni svonefndu. Samningurinn og bókanirnar gilda út árið 2002 og framlengjast um fjögur ár í senn sé samningnum ekki sagt upp af hálfu einhvers aðila.
    Íslensk skip veiddu þorsk í Barentshafi fyrr á öldinni, einkum á árunum 1949–52, samtals milli 11 og 12 þúsund lestir. Íslendingar hófu þorskveiðar þar að nýju í ágúst árið 1993. Það ár veiddust tæplega 9.400 lestir, árið 1994 um 34.200 lestir, árið 1995 um 32.200 lestir, árið 1996 rúmlega 21.500 lestir, árið 1997 um 5.900 lestir og árið 1998 rúmlega 1.400 lestir. Á árunum 1993–98 veiddu íslensk skip því samtals rúmlega 104.600 lestir af þorski í Barentshafi.
    Allt frá því að íslensk skip hófu veiðar utan lögsögu Noregs og Rússlands í Barentshafi árið 1993 hafa veiðarnar verið stundaðar í mikilli andstöðu við vilja ríkisstjórna landanna tveggja. Þegar á árinu 1994 komust á formlegar viðræður fulltrúa landanna þriggja um lausn Smugudeilunnar og lýstu íslensk stjórnvöld sig frá upphafi reiðubúin til að semja um takmörkun veiða íslenskra skipa. Lítt gekk þó að leysa málið og síðla vetrar árið 1996 hófst lota viðræðna sem ekki leiddi til samkomulags þrátt fyrir að viðræðum embættismanna hefði verið fylgt eftir með beinni þátttöku utanríkis- og sjávarútvegsráðherra landanna. Þau samningsdrög sem þá voru til umræðu gerðu ráð fyrir veiðiheimildum til handa Íslendingum bæði utan lögsögu strandríkjanna tveggja og innan lögsögu þeirra, en samningur var miðaður við eitt ár í senn. Gert var ráð fyrir nokkru gagngjaldi af hálfu Íslands, en segja má að ágreiningur um þann þátt hafi orðið til þess að upp úr viðræðum landanna slitnaði um mitt ár 1996.
    Þótt óformlegt samráð hafi stöðugt átt sér stað um lausn deilunnar varð veruleg bið á að aðilar hæfu á ný formlegar viðræður. Þær hófust með fundi í Moskvu í desember 1997. Þar var ákveðið að reyna nýja leið til lausnar deilunni sem gerði ráð fyrir kvótaskiptum á grundvelli sanngjarns jafnvægis í tvíhliða samskiptum landanna á sviði fiskveiða og því að þorskveiðiheimildir Íslendinga yrðu að öllu leyti innan lögsögu Noregs og Rússlands. Haustið 1998 komst verulegur skriður á málið og voru þá haldnir þrír samráðsfundir aðila. Í kjölfarið fylgdu samningafundir og náðist samkomulag um almenn atriði rammasamnings 5. mars 1999 er utanríkisráðherrar Íslands og Noregs og varautanríkisráðherra Rússlands undirrituðu í Bodø yfirlýsingu þess efnis að þeir væru samþykkir drögum að rammasamningi og vildu á grundvelli þeirra ganga til formlegra samninga um tvíhliða bókanir er kvæðu á um kvótaskiptin og, eftir atvikum, gagngjald. Á tveimur formlegum samningafundum, sem haldnir voru í Moskvu dagana 22.–26. mars og 12. og 13. apríl 1999, tókst samninganefndum landanna að ljúka gerð bókananna og þar með samningsgerðinni sem hér um ræðir.
    Embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, sjávarútvegsráðuneytinu og forsætisráðuneytinu tóku þátt í samningaferlinu og var Jóhann Sigurjónsson, sendiherra og aðalsamningamaður í fiskveiðimálum, síðar forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, formaður íslensku samninganefndarinnar. Utanríkismálanefnd Alþingis var reglulega gerð grein fyrir gangi samningaviðræðna. Jafnframt var haft samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi meðan á viðræðum stóð.
    Hinn 15. maí 1999 undirrituðu Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, og Nikolai A. Érmakov, formaður sjávarútvegsráðs Rússlands, þríhliða samninginn og tvíhliða bókanirnar í tengslum við fund utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands í St. Pétursborg.
    Þríhliða samningur Íslands, Noregs og Rússlands er rammasamningur um samstarf aðila í sjávarútvegsmálum. Í 1. gr. hans lýsa aðilar því yfir að þeir séu sammála um að efla samstarf á sviði fiskveiða til gagnkvæmra hagsbóta. Í 2. gr. samningsins segir að aðilum sé heimilt að gera gagnkvæmt samkomulag um árleg kvótaskipti í efnahagslögsögu sinni og að veita fiskiskipum hinna aðilanna aðgang til að veiða kvóta í lögsögu sinni. Í 8. gr. er kveðið á um samstarf fyrirtækja í löndunum einkum hvað varðar sameiginleg verkefni á sviði fiskveiða, eflingar fiskstofna, vinnslu fiskafurða, markaðsmála og löndunar.
    Í 3. gr. samningsins segir að kveðið skuli á um kvótaskipti og aðgang aðila að fiskimiðum, sbr. 2. gr., auk annarra málefna er um getur í 8. gr. og aðilar kunna að koma sér saman um, í bókunum samkvæmt samningnum milli Íslands og Noregs annars vegar og Íslands og Rússlands hins vegar til að skapa sanngjarnt jafnvægi í tvíhliða samskiptum á sviði fiskveiða. Í 4. gr. er kveðið á um að heildarafli fiskiskipa, sem sigla undir fána hvers aðila, úr stofni sem veiddur er samkvæmt bókununum sem um getur í 3. gr., án tillits til þess hvar aflinn er veiddur, skuli ekki vera umfram heildarkvóta þess stofns sem kveðið er á um í bókununum. Tekið er þó fram að þetta ákvæði hafi ekki áhrif á samninga milli einkaaðila sem kunna að fela í sér viðbótarveiðiheimildir. Enn fremur er kveðið á um að kvóta sem um getur í 2. gr. beri að veiða í efnahagslögsögu aðila og að aðilar skuli engar kröfur gera um frekari heimildir til að veiða úr viðkomandi stofni.
    Í tvíhliða bókunum Íslands og Noregs annars vegar og Íslands og Rússlands hins vegar felst að Íslendingar fá árið 1999 8.900 lesta þorskkvóta sem skiptist til helminga milli lögsögu Noregs og Rússlands. Kvótinn samsvarar 1,86% af leyfilegum heildarafla þorsks í Barentshafi og helst það hlutfall út samningstímann. Auk þess er gert ráð fyrir 30% aukaafla íslenskra skipa.
    Í bókun Íslands og Noregs er gert ráð fyrir að íslensk skip veiði 4.450 lestir af þorski á árinu 1999 í norskri lögsögu norðan 62°N. Norsk skip fá á árinu 1999 að veiða 500 lestir af löngu, keilu og blálöngu á línu í íslenskri lögsögu utan 12 sjómílna frá grunnlínum og sunnan 64°N og 17 þúsund lestir af loðnu í íslenskri lögsögu norðan 64°30´N á tímabilinu frá 20. júní til 15. febrúar. Kvótinn í löngu, keilu og blálöngu helst óbreyttur út samningstímann, en loðnukvótann ber að laga hlutfallslega að árlegum þorskkvóta Íslendinga. Fari viðkomandi stofn hins vegar niður fyrir líffræðileg hættumörk fellur kvóti Norðmanna úr þeim stofni niður og skulu aðilar þá taka upp viðræður um annað endurgjald. Gert er ráð fyrir 25% aukaafla norskra línuveiðiskipa með ákveðnum takmörkunum. Kveðið er á um hámarksfjölda íslenskra og norskra skipa sem heimilað er að stunda veiðar samkvæmt bókuninni á hverjum tíma.
    Í bókun Íslands og Rússlands felst að íslensk skip geti veitt 4.450 lestir af þorski í rússneskri lögsögu á árinu 1999. Þar af munu Rússar bjóða íslenskum útgerðum 37,5% eða 1.669 lestir til kaups á markaðsverði. Í 4. gr. bókunarinnar er kveðið á um að auk áðurnefndra veiðiréttinda sé með sérstöku samkomulagi milli einkaaðila í löndunum tveimur unnt að kveða á um viðbótarveiðiheimildir.
    Í báðum bókununum er miðað við að fari leyfilegur heildarafli þorsks í Barentshafi niður fyrir 350.000 lestir falli kvóti Íslendinga niður. Í því tilviki fellur kvóti Norðmanna í íslenskri lögsögu einnig niður. Hins vegar er kveðið á um að falli kvóti Íslendinga niður tvö ár samfellt sé íslenskum stjórnvöldum heimilt að fara fram á endurskoðun bókananna nema leyfilegur heildarafli á þriðja samfellda árinu fari fram úr 350.000 lestum.
    Samkvæmt bókununum skulu Íslendingar ekki stunda loðnuveiðar í Barentshafi á þeim tíma sem samningurinn er í gildi. Ákvæði þetta er bundið við loðnuveiðar og nær því ekki til veiða úr öðrum stofnum í Smugunni.
    Samningurinn öðlast gildi þegar aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri innlendri málsmeðferð vegna gildistöku samningsins sé lokið. Bókanirnar eru ekki formlegur hluti samningsins en eru spyrtar saman við hann að því er gildistöku og gildistíma varðar.



Fylgiskjal I.


SAMNINGUR MILLI RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS, RÍKISSTJÓRNAR NOREGS OG RÍKISSTJÓRNAR RÚSSNESKA SAMBANDSRÍKISINS UM TILTEKNA ÞÆTTI Í SAMSTARFI Á SVIÐI SJÁVARÚTVEGS



Ríkisstjórn Íslands, ríkisstjórn Noregs og ríkisstjórn Rússneska sambandsríkisins, hér á eftir nefndar aðilar,

einsetja sér að tryggja langtímaverndun og sjálfbæra nýtingu viðkomandi fiskstofna á öllu því svæði þar sem þeir halda sig, og skuldbinda sig til að hlíta meginreglunni um ábyrgar fiskveiðar,

hafa hliðsjón af nauðsyn þess að aðilar starfi náið saman,

hafa hliðsjón af viðeigandi ákvæðum hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1982 og samningsins frá 1995 um framkvæmd ákvæða hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1982 um verndun deilistofna og víðförulla fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim,


skuldbinda sig til að efla og stunda hafrannsóknir og grundvalla stjórnun sína á veiðum úr viðkomandi stofnum á bestu vísindaráðgjöf,


viðurkenna að umtalsverður hluti lifandi auðlinda í norðanverðu Noregshafi og í Barentshafi myndar eitt kerfi líffræðilegra stofna sem lýtur stjórn,


og hafa orðið ásáttar um eftirfarandi:

1. gr.

    Aðilar eru sammála um að efla samstarf á sviði fiskveiða til gagnkvæmra hagsbóta og í því skyni að innleiða með samningi þessum meginreglur og starfshætti fyrir slíkt samstarf sem byggjast á því að varúðarleið sé farin og eru í samræmi við þjóðarétt.


2. gr.

    Aðilum er heimilt að gera gagnkvæmt samkomulag um árleg kvótaskipti í sérefnahagslögsögu sinni og að veita fiskiskipum hinna aðilanna aðgang til að veiða kvóta í sérefnahagslögsögu sinni, að teknu fullu tilliti til ástands lífríkisins og vaxtar og viðgangs viðkomandi stofna, auk hagsmuna í innlendum sjávarútvegi.


3. gr.

    Nánar skal kveðið á um kvótaskipti, byggð á ákvörðunum strandríkjanna um stjórnun fiskveiða, aðgang aðila að fiskimiðum, sbr. 2. gr., og önnur málefni er um getur í 8. gr. og aðilar kunna að koma sér saman um, í bókunum samkvæmt þessum samningi milli ríkisstjórna Íslands og Noregs og ríkisstjórna Rússneska sambandsríkisins og Íslands til að skapa sanngjarnt jafnvægi í tvíhliða samskiptum á sviði fiskveiða.

    Aðilar skulu kappkosta að ná samkomulagi um efni bókananna.

4. gr.

    Aðilar eru ásáttir um að heildarafli fiskiskipa, sem sigla undir fánum þeirra, úr stofni sem veiddur er samkvæmt bókunum sem um getur í 3. gr., án tillits til þess hvar aflinn er veiddur, skuli ekki vera umfram heildarkvóta þess stofns sem kveðið er á um í bókunum er um getur í 3. gr. Ákvæði þetta hefur ekki áhrif á samninga milli einkaaðila sem eru gerðir í samræmi við innlendar reglur og reglugerðir aðila og kunna að fela í sér viðbótarveiðiheimildir. Kvóta sem um getur í 2. gr. ber að veiða í sérefnahagslögsögu aðila og skulu aðilar engar kröfur gera um frekari heimildir til að veiða úr viðkomandi stofni.


5. gr.

    Aðilar tryggja að fiskiskip, sem sigla undir fánum þeirra, hlíti ráðstöfunum um verndun og stjórnun og þeim innlendu reglum og reglugerðum sem settar eru um tilhögun fiskveiða og um getur í 2. gr. Tilkynna skal með nægum fyrirvara um slíkar ráðstafanir, reglur og reglugerðir.


6. gr.

    Aðilar skulu í sameiningu kanna möguleika og gera ráðstafanir, þegar við á, til að letja þegna sína þess að taka þátt í fyrirkomulagi sem felur í sér að þeir skrái fiskiskip sín undir fána annars ríkis í því skyni að stunda fiskveiðar sem grafa undan áhrifum þessa samnings og þeirra stjórnunaraðgerða er um getur í 5. gr.


7. gr.

    Aðilar eru ásáttir um að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að afla sé landað í höfnum þeirra, ef staðfest er að aflinn er sóttur með einhverjum þeim hætti sem grefur undan áhrifum þessa samnings og þeirra verndunar- og stjórnunaraðgerða sem um getur í 5. gr. og, með fyrirvara um skuldbindingar samkvæmt gildandi þjóðarétti, að meina fiskiskipum sem taka þátt í slíku athæfi að koma til hafnar nema vegna neyðar eða af óviðráðanlegum ástæðum.

8. gr.

    Aðilar skulu, í samræmi við löggjöf sína, hvetja til samskipta fyrirtækja í löndum sínum og auðvelda samstarf þeirra sem byggist á almennri sanngirni og gagnkvæmum hagsmunum, einkum hvað varðar sameiginleg verkefni á sviði fiskveiða, eflingar fiskstofna, vinnslu fiskafurða, markaðsmála og löndunar. Að auki ber aðilum að stuðla að því að vísindalegar nýjungar og ný framleiðslutækni verði tekin upp innan ramma þessa samnings. Aðilum er heimilt að gera með sér samninga til að greiða fyrir þeirri starfsemi sem um getur hér að framan.

9. gr.

    Samningur þessi hefur ekki áhrif á gildandi tvíhliða samninga milli aðila eða gildandi marghliða samninga sem einhverjir hinna þriggja aðila eiga aðild að.

10. gr.

    Komi upp ágreiningur um túlkun og beitingu þessa samnings skulu aðilar leysa hann með viðræðum.


11. gr.

    Ríkisstjórn Noregs skal vera vörsluaðili þessa samnings.

12. gr.

    Samningur þessi öðlast gildi á þeim degi er síðasta skriflega tilkynningin berst vörsluaðila eftir diplómatískum leiðum, þar sem staðfest er að aðilar hafi lokið nauðsynlegri innlendri málsmeðferð vegna gildistöku samningsins.

    Samningur þessi skal í fyrstu gilda frá gildistökudegi til 31. desember 2002 og skal síðan framlengdur um fjögur ár í senn, nema einhver aðila segi honum upp í samræmi við ákvæði 4. mgr. þessarar greinar.


    Aðilum er heimilt að fara fram á endurskoðun samningsins, eða bókunar sem þeir eiga aðild að, með því að senda vörsluaðila formlega tilkynningu eftir diplómatískum leiðum eigi síðar en sex mánuðum fyrir lok viðkomandi tímabils sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar.
    Aðila, sem farið hefur fram á endurskoðun í samræmi við 3. mgr. þessarar greinar, er heimilt að segja samningnum upp með því að senda vörsluaðila formlega tilkynningu eftir diplómatískum leiðum eigi síðar en þremur mánuðum fyrir lok þess tímabils sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar. Uppsögn samningsins tekur gildi 1. janúar á næsta ári eftir viðkomandi tímabil sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar, nema uppsögnin sé afturkölluð fyrir þann dag.

    Þrátt fyrir ákvæði undanfarandi málsgreinar og með fyrirvara um framlengingu samningsins skv. 2. mgr. þessarar greinar geta aðilar komið sér saman um að uppsögn samningsins taki gildi annan dag.

    Bókanir sem gerðar eru skv. 3. gr. öðlast gildi þann dag sem samningurinn öðlast gildi. Bókanirnar skulu gilda jafnlengi og samningurinn. Bókanirnar falla úr gildi þann dag sem samningurinn fellur úr gildi.


    Gjört í St. Pétursborg hinn 15. maí 1999 í einu frumeintaki á íslensku, norsku, rússnesku og ensku og eru allir textarnir jafngildir. Komi upp ágreiningur um túlkun samningsins skal enski textinn ráða.


Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands
Halldór Ásgrímsson

Fyrir hönd ríkisstjórnar Noregs
Knut Vollebæk

Fyrir hönd ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins
Nikolai A. Érmakov


AGREEMENT BETWEEN THE GOVERNMENT OF ICELAND, THE GOVERNMENT OF NORWAY AND THE GOVERNMENT OF THE RUSSIAN FEDERATION CONCERNING CERTAIN ASPECTS OF CO-OPERATION IN THE AREA OF FISHERIES


The Government of Iceland, Government of Norway and the Government of the Russian Federation, hereinafter referred to as the Parties;

Determined to ensure the long-term conservation and sustainable utilisation of the fish stocks concerned in their entire area of distribution, and committed to the principle of responsible fishing;

Having regard to the importance of close co-operation between the Parties;

Having regard to the relevant provisions of the 1982 United Nations Convention on the Law of the Sea and the 1995 Agreement for the Implementation of the Provisions of the United Nations Convention on the Law of the Sea of 10 December 1982 relating to the Conservation and Management of Straddling Fish Stocks and Highly Migratory Fish Stocks;

Committed to promoting and conducting marine scientific research and to basing their respective management measures for the relevant stocks on the best scientific advice;

Recognising that a considerable part of the living marine resources of the northern Norwegian and Barents Seas represents a single regulated biological stock system;

Have agreed as follows:

ARTICLE 1


    The Parties agree to enhance co-operation of mutual benefit in the field of fisheries and for this purpose to establish by this Agreement principles and procedures for such co-operation based on a precautionary approach and in accordance with international law.

ARTICLE 2


    The Parties may agree on a reciprocal basis to exchange annual quotas in their respective exclusive economic zones, and to grant vessels of the other Parties access to fish quotas in their respective exclusive economic zones, taking fully into account the biological situation and the development of the stocks concerned, as well as the interests of the national fisheries.

ARTICLE 3


    Details of the quota exchanges, based on management decisions taken by the coastal states, provisions for access to fishing by the Parties referred to in Article 2, as well as provisions on other matters referred to in Article 8, which the Parties may agree on, shall be regulated in protocols under this Agreement between the Governments of Iceland and Norway, and the Governments of the Russian Federation and Iceland, providing a reasonable balance in their bilateral fisheries relations.
    The Parties shall make every effort to agree on the protocols.

ARTICLE 4


    The Parties agree that total catches from a stock taken under the protocols referred to in Article 3 by vessels flying their flags, wherever they are taken, shall not exceed the total quotas for that stock as set out in the protocols referred to in Article 3. This provision is without prejudice to any agreement between private entities, concluded in accordance with national rules and regulations of the Parties, that may include additional fishing possibilities. The quotas referred to in Article 2 shall be taken in the exclusive economic zones and the Parties will refrain from any claims for additional fishing possibilities on that stock.

ARTICLE 5


    The Parties will ensure that fishing vessels flying their flag comply with the conservation and management measures as well as national rules and regulations established for the operation of fishing activities referred to in Article 2. Adequate advance notice shall be provided of such measures, rules and regulations.

ARTICLE 6


    The Parties shall work together to investigate possibilities and take measures, when relevant, to discourage any of their nationals from being party to arrangements by which they register a fishing vessel under the flag of another state for the purpose of engaging in fishing activities that undermine the effectiveness of this Agreement and of the management measures referred to in Article 5.

ARTICLE 7


    The Parties agree to take measures to prevent landing in their ports of catches if it has been established that such catches have been taken in a manner which undermines the effectiveness of this Agreement and the conservation and management measures referred to in Article 5, and, subject to obligations according to established international law, to deny access to ports to vessels that engage in such activities, except in cases of distress or force majeure.

ARTICLE 8


    The Parties shall, in accordance with their legislation, encourage contacts and facilitate co-operation on the basis of overall equity and mutual benefit between their enterprises, in particular in the establishment of joint ventures in fishing, stock enhancement, processing of fish products, marketing and landing in ports. In addition, the Parties should encourage introduction of new scientific developments and production technologies within the framework of this Agreement. The Parties may enter into agreements that will facilitate the abovementioned activities.

ARTICLE 9


    The present Agreement is without prejudice to existing bilateral agreements between any of the Parties or to existing multilateral agreements to which any of the three Parties are parties.

ARTICLE 10


    Any disagreement concerning the interpretation and application of the present Agreement will be settled by the Parties through consultations.

ARTICLE 11


    The Government of Norway shall act as Depositary for this Agreement.

ARTICLE 12


    This Agreement shall enter into force on the date of the last written notification to the Depositary through diplomatic channels confirming that the Parties have fulfilled their internal procedures necessary for the entry into force of this Agreement.

    The Agreement shall be effective for an initial period from the date of entry into force to 31 December 2002, and shall thereafter be prolonged for consecutive periods of four years, unless denounced by any of the Parties in accordance with the provisions of paragraph 4 of this Article.
    Any of the Parties may request review of the Agreement or a protocol to which it is a party, by formal notification to the Depositary through diplomatic channels, no later than six months before the expiration of the respective period referred to in paragraph 2 of this Article.
    A Party that has requested review in accordance with paragraph 3 of this Article, may denounce the Agreement by formal notification to the Depositary through diplomatic channels, no later than three months before the expiration of the respective period referred to in paragraph 2 of this Article. The termination of the Agreement shall take effect on 1 January of the year following the respective period referred to in paragraph 2 of this Article, unless the denouncement is withdrawn prior to that date.
    Notwithstanding the preceding paragraph and without prejudice to the prolongation of this Agreement under paragraph 2 of this Article, the Parties may agree to another date of termination of the Agreement.
    The protocols concluded in accordance with Article 3 shall enter into force on the date of entry into force of the Agreement. The protocols shall remain in force for the same period of time as the Agreement. The protocols shall terminate on the date of the termination of the Agreement.

    Done at St. Petersburg this 15th day of May 1999 in one original in the Icelandic, Norwegian, Russian and English language, all texts being equally authentic. In case of any divergence of interpretation, the English text shall prevail.

For the Government of Iceland
Halldór Ásgrímsson

For the Government of Norway
Knut Vollebæk

For the Government of the Russian Federation
Nikolai A. Érmakov


Fylgiskjal II.


BÓKUN



ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs samkvæmt samningnum milli ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs.



Með vísan til 3. gr. samningsins milli ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs sem undirritaður var 15. maí 1999 (hér á eftir nefndur samningurinn) hafa ríkisstjórn Íslands og ríkisstjórn Noregs ákveðið eftirfarandi tvíhliða fyrirkomulag:



1. gr.

    Fyrir liggur viðurkenning af hálfu ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins á að leyfilegur heildarafli Norðuríshafsþorsks á árinu 1999 skuli vera 480.000 lestir. Íslendingum er úthlutað samtals 8.900 lesta þorskkvóta árið 1999 og þar af er íslenskum skipum veittur aðgangur til að veiða 4.450 lestir í norskri sérefnahagslögsögu norðan 62° norðlægrar breiddar.
    Á árunum þar á eftir skal kvóti Íslendinga í Norðuríshafsþorski reiknast sem fast hlutfall af leyfilegum heildarafla miðað við kvóta ársins 1999.
    Fari leyfilegur heildarafli niður fyrir 350.000 lestir fellur kvóti Íslendinga niður. Í því tilviki falla kvótar og veiðiheimildir Norðmanna sem um getur í 3. gr. einnig niður.
    Íslendingar skulu ekki stunda loðnuveiðar í Barentshafi á þeim tíma sem samningurinn er í gildi.


2. gr.

    Til þess að unnt sé að stunda skynsamlegar fiskveiðar er Íslendingum úthlutað árlegum kvóta í öðrum tegundum vegna aukaafla og nemur hann 30% af árlegum kvóta þeirra í Norðuríshafsþorski.

3. gr.

    Veiðiheimildir Norðmanna í íslenskri sérefnahagslögsögu árið 1999 eru sem hér segir:

     a)      500 lestir á línu af keilu, löngu og blálöngu utan 12 sjómílna frá grunnlínum og sunnan 64° norðlægrar breiddar.
     b)      17.000 lestir af loðnu norðan 64°30´ norðlægrar breiddar. Veiðitímabilið hefst 20. júní, nema um annað verði samið, og stendur til 15. febrúar árið eftir.
    Á árunum þar á eftir skal kvótinn sem um getur í a-lið 1. mgr. haldast óbreyttur en loðnukvótann sem um getur í b-lið 1. mgr. ber að laga hlutfallslega að árlegum kvóta Íslendinga sem um getur í 2. mgr. 1. gr.
    Fari viðkomandi stofn hins vegar niður fyrir líffræðileg hættumörk fellur kvóti Norðmanna úr þeim stofni niður. Í því tilviki munu aðilar taka upp viðræður um annað endurgjald.


4. gr.

    Til þess að unnt sé að stunda skynsamlegar línuveiðar er Norðmönnum úthlutað árlegum kvóta í öðrum tegundum vegna aukaafla og nemur hann 25% af árlegum kvóta þeirra til veiða á keilu, löngu og blálöngu. Aukaafli lúðu skal ekki vera meiri en 5%, aukaafli grálúðu ekki meiri en 10% og aukaafli djúpkarfa ekki meiri en 10%.

5. gr.

    Norsk stjórnvöld skulu tilkynna íslenskum stjórnvöldum með tilhlýðilegum hætti um kvóta og veiðiheimildir Íslendinga sem reiknast í samræmi við 2. mgr. 1. gr. Þegar íslenskum stjórnvöldum hefur borist slík tilkynning skulu þau tilkynna norskum stjórnvöldum með tilhlýðilegum hætti um kvóta og veiðiheimildir Norðmanna sem um getur í 2. mgr. 3. gr.

6. gr.

    Fjöldi íslenskra skipa sem heimilað er að stunda fiskveiðar samkvæmt þessari bókun í norskri sérefnahagslögsögu norðan 62° norðlægrar breiddar á hverjum tíma takmarkast við 15.
    Fjöldi norskra skipa sem heimilað er að stunda línuveiðar og loðnuveiðar samkvæmt þessari bókun í íslenskri sérefnahagslögsögu á hverjum tíma takmarkast við 3 línuveiðiskip og 5 loðnuveiðiskip. Skip sem eru á línuveiðum skulu ekki veiða á alþjóðlegu hafsvæði í sömu veiðiferð.

7. gr.

    Umsóknir um veiðileyfi skal senda til Fiskeridirektoratet, Bergen, og til Fiskistofu, Reykjavík, eftir því sem við á.

8. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna hinum aðilanum fyrir fram um viðeigandi reglur og reglugerðir um fiskveiðar í sérefnahagslögsögu sinni.

9. gr.

    Bókun þessi öðlast gildi þann dag sem samningurinn öðlast gildi.
    Bókunin skal gilda jafnlengi og samningurinn. Bókunin fellur úr gildi þann dag sem samningurinn fellur úr gildi.

    Aðila er heimilt að fara fram á endurskoðun bókunarinnar með því að senda vörsluaðila formlega tilkynningu eftir diplómatískum leiðum eigi síðar en sex mánuðum fyrir lok viðkomandi tímabils sem um getur í 2. mgr. 12. gr. samningsins.
    Falli kvóti Íslendinga niður í tvö ár samfellt í samræmi við 3. mgr. 1. gr. þessarar bókunar er íslenskum stjórnvöldum heimilt að fara fram á endurskoðun bókunarinnar nema leyfilegur heildarafli á þriðja samfellda árinu fari fram úr leyfilega heildaraflanum sem um getur í 3. mgr. 1. gr.

    Gjört í St. Pétursborg hinn 15. maí 1999 í tveimur frumeintökum á íslensku, norsku og ensku og eru allir textarnir jafngildir. Komi upp ágreiningur um túlkun bókunarinnar skal enski textinn ráða.


Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands
Halldór Ásgrímsson

Fyrir hönd ríkisstjórnar Noregs
Knut Vollebæk


PROTOCOL


between the Government of Iceland and the Government of Norway under the Agreement between the Government of Iceland, the Government of Norway and the Government of the Russian Federation concerning Certain Aspects of Co-operation in the Area of Fisheries


With reference to Article 3 of the Agreement between the Government of Iceland, the Government of Norway and the Government of the Russian Federation concerning certain aspects of co- operation in the area of fisheries, signed 15th of May, 1999 (hereinafter referred to as the Agreement), a separate bilateral arrangement between the Government of Iceland and the Government of Norway has been concluded as follows:

Article 1


    A total allowable catch (TAC) for North East Arctic cod of 480 000 tons for 1999 has been recognized by the Government of Norway and the Government of the Russian Federation. Iceland is allocated a total cod quota of 8 900 tons in 1999 of which Iceland is granted access to fish 4 450 tons in the Norwegian Exclusive Economic Zone north of 62°N.

    The Icelandic quota of North East Arctic cod shall for the subsequent years be calculated as a fixed proportion of the TAC based on the quota for 1999.
    In the event that the TAC is below 350 000 tons, the Icelandic quota is suspended. In that case, Norwegian quotas and fishing opportunities referred to in Article 3 are also suspended.
    Iceland shall not undertake fishing for Barents Sea capelin for the period for which the Agreement is in force.

Article 2


    In order to conduct a rational fishery, Iceland is allocated an annual by-catch quota of other species amounting to 30% of the Icelandic annual quota of North East Arctic cod.

Article 3


    The Norwegian fishing opportunities in the Icelandic Exclusive Economic Zone shall in 1999 consist of the following:
     a)      500 tons of tusk, ling and blue ling in a longline fishery outside 12 n. m. of the baselines and south of 64°N.
     b)      17 000 tons of capelin to be fished north of 64°30´N. The fishing season starts 20 June, unless otherwise agreed, and lasts until 15 February the following year.
    For subsequent years the quota referred to in paragraph 1 a) shall remain constant whereas the capelin quota referred to in paragraph 1 b) shall be adjusted proportionately to the annual Icelandic quota referred to in Article 1, paragraph 2.
    However, in the event the stock in question is below critical biological level, the Norwegian quota of that stock will be suspended. In such event, the Parties will enter into negotiations on alternative compensation.

Article 4


    In order to conduct a rational longline fishery, Norway is allocated an annual bycatch quota of other species amounting to 25% of the Norwegian annual quota of tusk, ling and blue ling. The bycatch of halibut, Greenland halibut and deep sea redfish shall not exceed 5%, 10% and 10% respectively.


Article 5


    Norway shall duly notify Iceland about the Icelandic quotas and fishing opportunities calculated in accordance with Article 1, paragraph 2. Upon receipt of such notifications, Iceland shall duly notify Norway about the Norwegian quotas and fishing opportunities referred to in Article 3, paragraph 2.


Article 6


    The number of Icelandic vessels entitled to fish under this Protocol in the Norwegian Exclusive Economic Zone north of 62°N at any given time is restricted to 15 vessels.
    The number of Norwegian vessels entitled to fish with long line and for capelin under this Protocol in the Icelandic Exclusive Economic Zone at any given time is restricted to 3 and 5 respectively. The vessels fishing with longline shall not on the same trip conduct fishery in international waters.

Article 7


    Applications for licences shall be forwarded to the Directorate of Fisheries, Bergen and the Directorate of Fisheries, Reykjavik, respectively.

Article 8


    Each Party shall notify in advance the other Party of relevant rules and regulations governing the fishing within its Exclusive Economic Zone.

Article 9


    This Protocol shall enter into force on the date of entry into force of the Agreement.
    The Protocol shall remain in force for the same period of time as the Agreement. The Protocol shall terminate on the date of termination of the Agreement.
    A Party may request a review of this Protocol by formal notification to the Depositary through diplomatic channels no later than six months before the expiration of the respective period referred to in Article 12, paragraph 2, of the Agreement.
    In case the Icelandic quota has been suspended for two successive years in accordance with Article 1, paragraph 3, of this Protocol, Iceland may request a review of this Protocol, unless the TAC for the third successive year exceeds the TAC level referred to in Article 1, paragraph 3.

    Done at St. Petersburg this 15th day of May, 1999 in two originals in the Icelandic, Norwegian and English languages, all texts being equally authentic. In case of any divergence of interpretation, the English text shall prevail.

For the Government of Iceland
Halldór Ásgrímsson

For the Government of Norway
Knut Vollebæk

Fylgiskjal III.


BÓKUN



ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins samkvæmt samningnum milli ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs.




Með vísan til 3. gr. samningsins milli ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs sem undirritaður var 15. maí 1999 (hér á eftir nefndur samningurinn) hafa ríkisstjórn Íslands og ríkisstjórn Rússneska sambandsríkisins ákveðið eftirfarandi tvíhliða fyrirkomulag:



1. gr.

    Fyrir liggur viðurkenning af hálfu ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins og ríkisstjórnar Noregs á að leyfilegur heildarafli Norðuríshafsþorsks á árinu 1999 skuli vera 480.000 lestir. Íslendingum er úthlutað samtals 8.900 lesta þorskkvóta árið 1999 og þar af er íslenskum skipum veittur aðgangur til að veiða 4.450 lestir í sérefnahagslögsögu Rússneska sambandsríkisins.
    Á árunum þar á eftir skal kvóti Íslendinga í Norðuríshafsþorski reiknast sem fast hlutfall af leyfilegum heildarafla miðað við kvóta ársins 1999.
    Fari leyfilegur heildarafli niður fyrir 350.000 lestir fellur kvóti Íslendinga niður.
    Úthlutun 1.669 lesta af kvóta Íslendinga í sérefnahagslögsögu Rússneska sambandsríkisins á árinu 1999 og samsvarandi hlutfalls á árunum þar á eftir er háð því að gjald komi fyrir í samræmi við ákvæði þessarar málsgreinar. Fyrir 1. maí 1999 og fyrir 1. febrúar á hverju ári þar á eftir skulu rússnesk yfirvöld bjóða útgerðum íslenskra skipa þennan hluta kvótans gegn gjaldi sem ríkisstjórn Rússneska sambandsríkisins tilkynnir, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Tilboðið skal standa til 1. júlí á viðkomandi ári.
    Íslendingar skulu ekki stunda loðnuveiðar í Barentshafi á þeim tíma sem samningurinn er í gildi.


2. gr.

    Til þess að unnt sé að stunda skynsamlegar fiskveiðar er Íslendingum úthlutað árlegum kvóta í öðrum tegundum vegna aukaafla sem nemur 30% af árlegum kvóta þeirra í Norðuríshafsþorski í samræmi við fiskveiðireglugerðir Rússneska sambandsríkisins.

3. gr.

    Rússneska sambandsríkið tilkynnir íslenskum stjórnvöldum með tilhlýðilegum hætti um kvóta og veiðiheimildir Íslendinga sem reiknast í samræmi við 2. mgr. 1. gr.
    Rússneska sambandsríkið tilkynnir íslenskum stjórnvöldum fyrir fram um ráðstafanir, skilmála og skilyrði, svo og um reglur og reglugerðir um útgáfu veiðileyfa.

4. gr.

    Til viðbótar veiðiréttindum þeim sem lýst er í 1. og 2. gr. þessarar bókunar, og í samræmi við lög, reglur og reglugerðir aðilanna og 4. og 8. gr. samningsins, er með sérstöku samkomulagi milli einkaaðila í löndunum tveimur unnt að kveða á um viðbótarveiðiheimildir.

5. gr.

    Viðkomandi bært stjórnvald á Íslandi skal senda viðkomandi bæru stjórnvaldi í Rússneska sambandsríkinu með góðum fyrirvara nöfn, skráningarnúmer og aðrar viðeigandi upplýsingar um fiskiskip sem sækja um leyfi til fiskveiða í sérefnahagslögsögu Rússneska sambandsríkisins.
    Rússneska sambandsríkinu er heimilt að gera kröfu um að veiðar íslenskra fiskiskipa í sérefnahagslögsögu þess séu háðar leyfisveitingu. Fjöldi veiðileyfa skal taka mið af þeim kvótum sem úthlutað er samkvæmt þessari bókun og veiðigetu viðkomandi fiskiskipa.

6. gr.

    Íslensk stjórnvöld skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að íslensk skip sem stunda fiskveiðar í sérefnahagslögsögu Rússneska sambandsríkisins fari að ákvæðum þessarar bókunar og landslögum, reglum og reglugerðum um fiskveiðar í sérefnahagslögsögu Rússneska sambandsríkisins er lúta að vernd hinna lifandi auðlinda.

    Rússneska sambandsríkinu er heimilt að gera nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við þjóðarétt, landslög, reglur og reglugerðir til að tryggja að íslensk fiskiskip sem veiða í sérefnahagslögsögu þess fari að ákvæðum þessarar bókunar.


7. gr.

    Íslensk stjórnvöld veita samþykki fyrir því að embættismenn Rússneska sambandsríkisins, sem hafa til þess fullt umboð, fari um borð í íslensk skip sem eru að veiðum innan sérefnahagslögsögu Rússneska sambandsríkisins og skoði þau í samræmi við lög, reglur og reglugerðir Rússneska sambandsríkisins og þjóðarétt. Verði embættismenn Rússneska sambandsríkisins þess áskynja að brot hafi verið framið samþykkir ríkisstjórn Íslands að hún muni ekki bera fram mótmæli gegn því að embættismennirnir grípi til viðeigandi aðgerða gegn íslenskum þegnum og fiskiskipum í samræmi við lög, reglur og reglugerðir Rússneska sambandsríkisins og þjóðarétt, þar með talinnar kyrrsetningar, stöðvunar og varðhalds.
    Íslensk stjórnvöld gera viðeigandi ráðstafanir til þess að eftirlitsmönnum Rússneska sambandsríkisins verði, að beiðni þess, hleypt um borð í skip sem eru að veiðum í sérefnahagslögsögu Rússneska sambandsríkisins í samræmi við þessa bókun, og skuldbindur sig til að endurgreiða kostnað í tengslum við dvöl eftirlitsmannanna í samræmi við lög, reglur og reglugerðir Rússneska sambandsríkisins og með gagnkvæmu samkomulagi.
    Rússneska sambandsríkinu er heimilt að beita viðeigandi viðurlögum og öðrum aðgerðum í samræmi við löggjöf sína vegna brota á lögum, reglum og reglugerðum um fiskveiðar í sérefnahagslögsögu þess.
    Ef svo ber til að stjórnvöld Rússneska sambandsríkisins kyrrsetja eða stöðva íslenskt skip verður bæru stjórnvaldi á Íslandi þegar í stað tilkynnt um þá aðgerð og um aðrar ráðstafanir í framhaldi af henni.
    Rússneska sambandsríkið mun þegar í stað láta laust íslenskt skip og áhöfn þess gegn afhendingu sanngjarnrar ábyrgðartryggingar eða annarrar tryggingar.

8. gr.

    Bókun þessi öðlast gildi þann dag sem samningurinn öðlast gildi.
    Bókunin skal gilda jafnlengi og samningurinn. Bókunin fellur úr gildi þann dag sem samningurinn fellur úr gildi.

    Aðila er heimilt að fara fram á endurskoðun bókunarinnar með því að senda vörsluaðila formlega tilkynningu eftir diplómatískum leiðum eigi síðar en sex mánuðum fyrir lok viðkomandi tímabils sem um getur í 2. mgr. 12. gr. samningsins.
    Falli kvóti Íslendinga niður í tvö ár samfellt í samræmi við 3. mgr. 1. gr. þessarar bókunar er íslenskum stjórnvöldum heimilt að fara fram á endurskoðun bókunarinnar nema leyfilegur heildarafli á þriðja samfellda árinu fari fram úr leyfilega heildaraflanum sem um getur í 3. mgr. 1. gr.

    Gjört í St. Pétursborg hinn 15. maí 1999 í tveimur frumeintökum á íslensku, rússnesku og ensku og eru allir textarnir jafngildir. Komi upp ágreiningur um túlkun bókunarinnar skal enski textinn ráða.


Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands
Halldór Ásgrímsson

Fyrir hönd ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins
Nikolai A. Érmakov

PROTOCOL



between the Government of Iceland and the Government of the Russian Federation under the Agreement between the Government of Iceland, the Government of Norway and the Government of the Russian Federation concerning Certain Aspects of Co-operation in the Area of Fisheries


With reference to Article 3 of the Agreement between the Government of Iceland, the Government of Norway and the Government of the Russian Federation concerning certain aspects of co- operation in the area of fisheries, signed 15th of May, 1999 (hereinafter referred to as the Agreement), a separate bilateral arrangement between the Government of Iceland and the Government of the Russian Federation has been concluded as follows:

Article 1


    A total allowable catch (TAC) for North East Arctic cod of 480 000 tons for 1999 has been recognized by the Government of the Russian Federation and the Government of Norway. Iceland is allocated a total cod quota of 8 900 tons in 1999 of which Iceland is granted access to fish 4 450 tons in the Exclusive Economic Zone of the Russian Federation.

    The Icelandic quota of North East Arctic cod shall for the subsequent years be calculated as a fixed proportion of the TAC based on the quota for 1999.
    In the event that the TAC is below 350 000 tons, the Icelandic quota is suspended.
    1 669 tons of the Icelandic quota in the Exclusive Economic Zone of the Russian Federation in 1999 and a corresponding proportion in the following years shall be subject to payment in accordance with the provisions of this paragraph. Before 1 May 1999 and before 1 February each year thereafter, Russian authorities shall offer Icelandic vessel owners this part of the quota at a price announced by the Government of the Russian Federation, taking into account the market situation. The offer shall remain open until 1 July in the respective year.
    Iceland shall not undertake fishing for Barents Sea capelin for the period for which the Agreement is in force.

Article 2


    In order to conduct a rational fishery, Iceland is allocated an annual by-catch quota of other species amounting to 30% of the Icelandic annual quota of North East Arctic cod in accordance with the fishing regulations of the Russian Federation.

Article 3


    The Russian Federation will duly notify Iceland about the Icelandic quotas and fishing opportunities calculated in accordance with Article 1, paragraph 2.

    The Russian Federation will notify Iceland in advance of measures, terms and conditions, and rules and regulations governing issuance of permits.


Article 4


    In addition to fishing rights outlined in Articles 1 and 2 of this Protocol and in accordance with the laws, rules and regulations of the Parties and Articles 4 and 8 of the Agreement, special arrangements by private entities in the two countries may provide for additional fishing possibilities.

Article 5


    The competent authority of Iceland shall communicate well in advance to the competent authority of the Russian Federation the names, registration numbers and other relevant particulars of the fishing vessels which apply for permission to fish within the Exclusive Economic Zone of the Russian Federation.
    The Russian Federation may require that fishing within its Exclusive Economic Zone by fishing vessels of Iceland shall be subject to licence. The number of licences shall reflect the quotas allocated pursuant to this Protocol and the capacity of the fishing vessels concerned.

Article 6


    Iceland will, while fishing in the Exclusive Economic Zone of the Russian Federation, take appropriate measures with a view to ensuring compliance by its fishing vessels with the provisions of this Protocol and in accordance with national laws, rules and regulations for fisheries in the Exclusive Economic Zone of the Russian Federation for conservation of the living resources.
    The Russian Federation may, in conformity with international law and national laws, rules and regulations, take such measures as may be necessary to ensure compliance with the provisions of this Protocol by fishing vessels of Iceland fishing within its Exclusive Economic Zone.

Article 7


    Iceland gives its consent for boarding by duly authorized officials of the Russian Federation of vessels fishing within the Exclusive Economic Zone of the Russian Federation and inspection by them of its vessels in accordance with laws, rules and regulations of the Russian Federation and international law. In case of detection of violations by officials, Iceland accepts that it will not object against appropriate measures taken against its nationals and its fishing vessels by officials of the Russian Federation in accordance with laws, rules and regulations of the Russian Federation and international law, including detention or arrest of a vessel and its crew.


    Iceland will take appropriate measures to provide access of observers from the Russian Federation at its request on board vessels fishing within the Exclusive Economic Zone of the Russian Federation in accordance with this Protocol, and undertakes to reimburse expenses connected with the stay of observers in accordance with the laws, rules and regulations of the Russian Federation, and by mutual arrangement.
    The Russian Federation has the right to apply appropriate sanctions and other measures in accordance with its legislation for violations of laws, rules and regulations concerning the conduct of fishing in its Exclusive Economic Zone.
    In case of detention or arrest of a vessel of Iceland by the authorities of the Russian Federation, the action taken and subsequent measures will be notified to the competent authority of Iceland without delay.
    The Russian Federation will immediately release a vessel of Iceland and its crew upon the deposit of a reasonable bond or other security.


Article 8


    This Protocol shall enter into force on the date of entry into force of the Agreement.
    The Protocol shall remain in force for the same period of time as the Agreement. The Protocol shall terminate on the date of termination of the Agreement.
    A Party may request a review of this Protocol by formal notification to the Depository through diplomatic channels no later than six months before the expiration of the respective period referred to in Article 12, paragraph 2, of the Agreement.
    In case the Icelandic quota has been suspended for two successive years in accordance with Article 1, paragraph 3, of this Protocol, Iceland may request a review of this Protocol, unless the TAC for the third successive year exceeds the TAC level referred to in Article 1, paragraph 3.

    Done at St. Petersburg this 15th day of May 1999 in two originals in the Icelandic, Russian and English languages, all texts being equally authentic. In case of any divergence of interpretation, the English text shall prevail.

For the Government of Iceland
Halldór Ásgrímsson

For the Government of the Russian Federation
Nikolai A. Érmakov