Starfsréttindi tannsmiða

Þriðjudaginn 07. mars 2000, kl. 15:30:51 (5007)

2000-03-07 15:30:51# 125. lþ. 73.4 fundur 210. mál: #A starfsréttindi tannsmiða# frv. 109/2000, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 125. lþ.

[15:30]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst gæta þess misskilnings að þetta frv. feli í sér að verið sé að útiloka heilbrigðisstéttir frá munnholi þeirra sem þjást af tannsjúkdómum eða þurfa á tannlæknaþjónustu að halda. Það er aldeilis ekki verið að útiloka heilbrigðisstéttirnar. Þetta er bara breyting á samvinnu, þetta er formbreyting og verið að auka sjálfstæði þeirra. En það er aldeilis ekki verið að útiloka heilbrigðisstéttirnar. Verði tannlæknar útilokaðir frá þessari samvinnu þá er það vegna þess að þeir kjósa það sjálfir.