Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 16:04:44 (5236)

2000-03-14 16:04:44# 125. lþ. 78.3 fundur 400. mál: #A Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks# skýrsl, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[16:04]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bendi hv. þm. Hjálmari Árnasyni á að margar af þeim tillögum sem hafa verið settar fram, a.m.k. tillögur frá Frjálslynda flokknum og vinstri grænum sem verða hér til umfjöllunar seinna í dag væntanlega, snúast að hluta til um að vinna sér tíma til að geta skoðað þetta á þeim nótum sem við teljum við hæfi. Ég árétta það enn og aftur að ég tel mjög mikilvægt fyrir svona endurskoðunarnefnd, þó svo að nefndin sé ópólitísk, að fulltrúar hennar geti haft það nokkuð á hreinu hvernig menn vilja haga þessum málum og hvernig öflin hér inni líta á lausnir. Það tel ég grundvallaratriði. Ég heyri jafnframt að hv. þm. Hjálmar Árnason er að vissu leyti sammála mér um þetta. En ég skil ekki pirringinn yfir því að menn komi fram með tillögur og sína sýn. Það tel ég alveg nauðsynlegt.