Vegurinn fyrir Búlandshöfða

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:41:02 (5812)

2000-04-03 15:41:02# 125. lþ. 87.1 fundur 418#B vegurinn fyrir Búlandshöfða# (óundirbúin fsp.), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:41]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Náttúruhamfarir, ég kann ekki að skilgreina þær. En ég held að vegir á Íslandi verði a.m.k. að vera vatnsheldir á hættulegum stöðum og það hefur þessi vegur ekki verið. Undirstaða hans hefur ekki verið nógu traust svo sem nauðsynlegt er og þess vegna kann vel að vera að um einhverja fleiri hluta hans sé svipað ástatt. Þess vegna tel ég að fram þurfi að fara rannsókn á þessu. Ég hvet til þess að undinn verði bráður bugur að því að láta slíka rannsókn fara fram. Ég er ekki að vekja ótta hjá mönnum. Ég er fyrst og fremst að fara fram á að menn láti sér þetta áfall að kenningu verða og komi í veg fyrir slys með öllum ráðum, en það hefði svo sannarlega getað orðið þegar þetta gerðist núna fyrir nokkrum dögum.