Yfirlitsskýrsla um alþjóðamál

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 16:43:59 (6588)

2000-04-13 16:43:59# 125. lþ. 101.2 fundur 612. mál: #A yfirlitsskýrsla um alþjóðamál# skýrsl, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 125. lþ.

[16:43]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er kannski ekki ástæða til þess að orðlengja þetta en varðandi það sem hv. þm. Tómas Ingi Olrich sagði um gasið, þá er það auðvitað skömminni skárra. Við verðum alltaf að skoða hlutina í því samhengi.

En varðandi Danina þá hafa þeir t.d. sett á laggirnar afskaplega viðamikla orkusparnaðaráætlun og mér þætti vænt um að sjá íslensk stjórnvöld gera slíkt hið sama. Stundum getum við tekið Danina okkur til fyrirmyndar.