Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 18:32:24 (7236)

2000-05-09 18:32:24# 125. lþ. 110.24 fundur 547. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (hlutabréf, lífeyrisiðgjöld o.fl.) frv. 86/2000, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[18:32]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég stend hér aðeins upp til að taka undir það sem hv. þm. nefndi varðandi meðlagsgreiðslurnar, að setja ákveðið þak varðandi tvöföldun á meðlagi, vegna þess að í því frv. sem ég hef flutt hér í þinginu er ekki sett þak á tvöföldun á meðlagi heldur er það ótakmarkað ef um er að ræða meira en tvöfalt meðlag. Mér finnst það eðlilegt og sanngjarnt. En vissulega fannst mér þetta skref í rétta átt sem hv. formaður efh.- og viðskn. beitti sér fyrir. Ég ætla því ekki að gera athugasemdir við þetta að sinni, en vildi að því gefna tilefni að hv. þm. Pétur Blöndal nefndi það, geta þess að þetta er einmitt sú framkvæmd sem ég vil viðhafa og fram kemur í frv. mínu.