Þingmannamál til umræðu

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 17:02:48 (7613)

2000-05-12 17:02:48# 125. lþ. 117.93 fundur 533#B þingmannamál til umræðu# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[17:02]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Fyrst vil ég leiðrétta það að ég hafi haldið því fram að málið hafi verið afgreitt út í ágreiningi í menntmn., ég þekki það ekki. Ég hef talað um mál sem mikill ágreiningur er um meðal þingmannanna eftir að það er komið inn í þingið og að það er á síðustu dögum þingsins. Ég vil árétta að það er skoðun mín.

Ég bað um orðið aftur til að spyrja forseta hvort það væri þannig að sjálf hæstv. viðsk.- og iðnrh., sem hefur farið út á land á þessum næstsíðasta degi þingsins, sé að tefja að mál hennar komist á dagskrá? Mér er nefnilega kunnugt um að það eru óskir uppi um að ráðherrann sé viðstödd þegar samkeppnismálin koma á dagskrá. Mér hefur ekki verið kunnugt um að það sé beiðni um það að ráðherrann sé viðstödd þegar tannsmiðafrv. er tekið. Er það svo að ef ekkert okkar óskar eftir því að ráðherrann verði viðstödd tannsmiðafrv. er það samt þannig að menn haldi sig við það og ráðherrann haldi sig við það að málið verði ekki tekið á dagskrá fyrr en ráðherrann er komin?