Mat á umhverfisáhrifum

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 09:17:19 (7699)

2000-05-13 09:17:19# 125. lþ. 118.2 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[09:17]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um umdeilt bráðabirgðaákvæði sem menn hafa haldið fram að gæti mögulega stangast á við Evrópurétt. Það er verið að gefa þeim framkvæmdum sem eru samkvæmt gildandi lögum á undanþágu enn lengri undanþágutíma.

Herra forseti. Í fullkomnum heimi væri ekki um neinar undanþágur að ræða frá lögum af þessu tagi. Í brtt. frá mér og hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur er kveðið á um fimm mánaða umþóttunarfrest sem okkur finnst fulllangur. Það mætti alveg strika hann út. Við viljum vera sanngjarnar. En að veita undanþágu allt til til ársloka 2002 er að mínu mati allt of grimmt, herra forseti. Ég segi því já.