Mat á umhverfisáhrifum

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 09:23:38 (7700)

2000-05-13 09:23:38# 125. lþ. 118.2 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[09:23]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Í frv. er gert ráð fyrir að nýræktun skóga á 40 hektara svæði eða stærra verði tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar og Skipulagsstofnun síðan falið að meta hvort viðkomandi framkvæmd þyrfti á því að halda að fara í mat á umhverfisáhrifum eður ei. Þetta er stærð sem er sannarlega ásættanleg því að 40 hektara svæði er ansi stórt á ákveðnum landsvæðum. Sums staðar þyrfti framkvæmd á þessu tagi að fara í mat á meðan annars staðar þyrfti þess kannski ekki. Hins vegar er líka aðalatriðið hér að í þessum lið við erum að fjalla um nýræktun skóga og ruðning á náttúrulegum skógi sem yrði tilkyningarskyldur til Skipulagsstofnunar. Það er afar mikilvægt að ekki verði leyft að ryðja náttúrulegan skóg. Hér skipta því þessi tvö atriði máli. Ég segi já.