Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 16:47:39 (2361)

1999-12-06 16:47:39# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[16:47]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held ég hafi tekið rétt eftir því í máli hv. þm. Guðjóns Guðmundssonar að hann hafi sagt að þetta væru tillögur þróunarsviðs Byggðastofnunar sem eru í þessari skýrslu hérna. Á 2. bls þessarar skýrslu stendur hins vegar: ,,Settar eru fram tillögur stjórnar stofnunarinnar ...`` Stjórnar Byggðastofnunar, geri ég ráð fyrir. Þess vegna vil ég segja að ég hef litið svo á að tillögurnar í skýrslunni Byggðir á Íslandi -- aðgerðir í byggðamálum, sem við höfum verið að kynna okkur undanfarna daga, væru settar fram í nafni stjórnar Byggðastofnunar, þó að ég sé ekki sammála þeim öllum og því hvernig áherslurnar eru.