Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 17:10:01 (2366)

1999-12-06 17:10:01# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[17:10]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt að, eins og ég tók fram í máli mínu áðan, að nýlega var breytt um kúrs og stofnað þróunarsvið norður á Sauðárkróki sem hefur unnið mjög vel. Ég held við getum öll verið sammála um að þessi stofnun á að hafa þróunarmál á sinni könnu.

Varðandi lánamál Byggðastofnunar þá er rétt að þetta eru ekki hagstæðustu lán sem fyrirfinnast á markaðnum. Hins vegar hafa lítil fyrirtæki á landsbygðinni ekki fengið þessi hagstæðu lán og kannski ekki lítil fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu heldur, það þekki ég ekki. Hagstæðustu lán sem hér hafa almennt staðið til boða í lánastofnunum hafa ekki boðist fyrirtækjum á landsbyggðinni. Stærri fyrirtækin hafa auðvitað fengið þau í einhverjum mæli en ekki þau minni en undir þeim hatti eru m.a. þróunarfyrirtæki. Þau eru að byggja sig upp og þurfa að leita á náðir Byggðastofnunar. Byggðastofnun þarf samkvæmt lögum að reka lánasvið sitt með hagnaði. Stofnuninni er gert að hafa lánamál sín þannig að gert sé ráð fyrir ákveðinni áhættu. Ég held að við viljum ekki að hvetja til þess að lánasviðið komist í óefni. Að mínu áliti þarf lánastarfsemin að vera fyrir hendi.