Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:35:57 (2387)

1999-12-06 18:35:57# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:35]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það fór sem mig grunaði að af ræðu hv. þm. Hjálmars Árnasonar má ráða að menn líti svo á að það eigi að hefja iðnaðaruppbyggingu og efla iðntækifæri. Ég spyr hv. þm. hvort hann telji ekki að nauðsynlegt sé að hafa yfirlit yfir allan hinn opinbera rekstur allra ráðuneytanna þar sem fram kemur í hverri skýrsluni á fætur annarri að einhæfni sé andstæð landsbyggðarstefnunni og að fjölbreytni sé lykill að framförum og uppgangi úti á landi.