Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:38:05 (2389)

1999-12-06 18:38:05# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:38]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér fulla grein fyrir því að iðnaður er ákaflega mikilvægur. Málið snýst ekki um það. Málið snýst um þessa breytingu sem hefur það að leiðarljósi að menn einspora sig og mér er það óskiljanlegt að lagt skuli til að hverfa frá þeirri yfirsýn sem Byggðastofnun þó hefur með þessari kerfisbreytingu vegna þess að allir eru sammála um að einhæfni er það versta sem hugsast getur fyrir landsbyggðina og að til eru fjöldamargir aðrir þættir. Ég spyr hv. þm. hvort hann sé ekki sammála mér um að aðrir hliðarþættir sem koma inn á starfsemi allra ráðuneyta séu jafnmikilvægir fyrir landsbyggðina og viðgang hennar.