Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:40:07 (2391)

1999-12-06 18:40:07# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:40]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til þess að spyrja hv. þm. Hjálmar Árnason hvort hann sé sammála því sem kom fram hjá hv. þm. Guðjóni Guðmundssyni þegar hann sagði í ræðu sinni áðan að engin breyting yrði á stofnuninni sem slíkri, stjórn hennar væri í sömu stöðu og áður með þeirri aðferð sem nú er meiningin að hafa, þ.e. að ráðherra skipi alla stjórnarmenn Byggðastofnunar. Ég hef þá reynslu af því þegar þessi hæstv. ráðherra sem á að skipa þessa stjórn, er að skipa menn í stjórnir stofnana, að þá kallar hann þá á sinn fund og gerir þeim fullkomlega grein fyrir því að þeir séu ekki fulltrúar utan úr bæ, heldur séu þeir hans fulltrúar í þessum stofnunum og eigi að hugsa og tala og vinna eins og þeir væru hans fulltrúar.