Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 623, 125. löggjafarþing 21. mál: starfsheiti landslagshönnuða (landslagsarkitektar).
Lög nr. 4 24. febrúar 2000.

Lög um breytingu á starfsheiti landslagshönnuða.


Breyting á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. 5. tölul. orðast svo: húsgagna- og innanhússarkitekta.
  2. 7. tölul. orðast svo: landslagsarkitekta (landslagshönnuða) og.


Breyting á lögum nr. 73/1997, skipulags- og byggingarlögum.

2. gr.

     Í stað orðanna „innanhússhönnuðir eða landslagshönnuðir“ í 2. mgr. 48. gr. laganna kemur: innanhússarkitektar eða landslagsarkitektar (landslagshönnuðir).

3. gr.

     Í stað orðanna „Innanhússhönnuðir og landslagshönnuðir“ í 4. mgr. 49. gr. laganna kemur: Innanhússarkitektar og landslagsarkitektar (landslagshönnuðir).

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. febrúar 2000.