Ferill 584. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1078  —  584. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 156, um jafna möguleika og jafnrétti til handa körlum og konum í atvinnu: Starfsfólk með fjölskylduábyrgð.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar frá utanríkisráðuneyti og Elínu Blöndal frá félagsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 156, um jafna möguleika og jafnrétti til handa körlum og konum í atvinnu: Starfsfólk með fjölskylduábyrgð, sem gerð var á 67. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf 23. júní 1981.
    Nefndin hefur haft til hliðsjónar við vinnu sína frumvarp til laga um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna sem verið hefur til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 27. apríl 2000.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.


Árni R. Árnason.



Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.


Vilhjálmur Egilsson.



Sighvatur Björgvinsson.


Steingrímur J. Sigfússon.