Ferill 55. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1156  —  55. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um könnun á læsi fullorðinna.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rannveigu G. Lund frá lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands, Ingibjörgu E. Guðmundsdóttur frá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, Fjölni Ásbjörnsson frá Iðnskólanum í Reykjavík, Guðna Kolbeinsson frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Ólaf Finnbogason frá Vinnumálastofnun og Elvu Björk Benediktsdóttur frá Dyslexíufélaginu.
    Tillaga þessi var áður flutt á 123. löggjafarþingi og þá bárust umsagnir frá Iðnskólanum í Reykjavík, lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands, Félagi náms- og starfsráðgjafa, Hinu húsinu – menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, Vinnuklúbbnum og Menningar- og fræðslusambandi alþýðu.
    Með tillögunni er lagt til að menntamálaráðherra láti fara fram könnun á læsi Íslendinga. Lagt er til að könnunin verði gerð á árunum 2000 og 2001 og taki til aldurshópanna 18–67 ára. Þá verði við undirbúning og framkvæmd haft samráð við aðila vinnumarkaðarins.
    Fram kom í máli gesta og í umsögnum að mikil sátt ríkir um tillöguna og leggur nefndin til að hún verði samþykkt óbreytt.
    Tómas Ingi Olrich var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 2000.Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Svanfríður Jónasdóttir.Sigríður Jóhannesdóttir.


Kolbrún Halldórsdóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.Ólafur Örn Haraldsson.


Árni Johnsen.