Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1169  —  585. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hjálmar W. Hannesson, skrifstofu- stjóra í utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samningi um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn sem samþykktur var í New York 10. september 1996.
    Samningurinn gerir ráð fyrir alþjóðlegu eftirlitskerfi 321 stöðvar í 89 löndum víðs vegar um heiminn. Kerfið er tvískipt, aðalkerfi og varakerfi, og verða tvær framangreindra stöðva á Íslandi til mælinga á geislavirkni og jarðhræringum. Stöð til mælinga á geislavirkni sem tilheyrir aðalkerfinu verður á Rjúpnahæð en stöð til jarðskjálftamælinga, sem Veðurstofa Íslands mun hafa umsjón með, í nágrenni við Borgarnes og er henni ætlað að þjóna varakerfinu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 3. maí 2000.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.


Árni R. Árnason.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Jónína Bjartmarz.


Steingrímur J. Sigfússon.



Sighvatur Björgvinsson.


Jóhann Ársælsson.