Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Nr. 21/125.

Þskj. 1337  —  8. mál.


Þingsályktun

um skipan nefndar um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd, sem í verði m.a. fulltrúar allra þingflokka, sem geri samanburð á þróun og reynslu af breytingum í tengslum við einkavæðingu og einkaframkvæmd og fjalli um framtíðarkosti í þeim efnum.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.