Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 15:21:09 (4824)

2001-02-20 15:21:09# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[15:21]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég tók það svo úr því að svörin voru ekki skýrari að hv. þm. hefði ekki haft tíma til að ljúka ræðu sinni í andsvari sínu. Ég spurði hvort hv. þm. hefði gert sér grein fyrir því um hvaða fjárhæðir væri hér að tefla. Er hann að tala um 1 millj. á ári, 5 millj., 10 millj.? Hvað var hv. þm. að hugsa um þegar hann var að semja þetta frv.?