Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 18:31:24 (4876)

2001-02-20 18:31:24# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[18:31]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki annað en enn og aftur komið með það að mér finnst miður þegar hv. þm. stjórnarandstöðunnar eru að draga skoðanir og ræður annarra hv. þm. í dilka, hvort sem það eru hæstv. forsrh., dómsmrh. eða hæstv. forseti þingsins. Það hafa verið fluttar málefnalegar ræður í dag þar sem skoðanir hafa verið viðraðar, umdeilanlegar skoðanir, en við verðum að virða þær. Að mínu mati hafa tveir menn til að mynda --- fyrst við erum byrjuð að draga menn dilka, meta ræður og gefa einkunnir --- sem bera eftirnafnið Blöndal, það er tilviljun ein, flutt afspyrnugóðar ræður að mínu mati. (BH: Þú svaraðir ekki spurningu minni, hv. þm.)