Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:28:31 (6751)

2001-04-24 18:28:31# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Frsm. meiri hluta ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:28]

Frsm. meiri hluta allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég gat um áðan er vinna þessarar nefndar enn í gangi. Engu að síður eru röksemdirnar fyrir þessu frv. alveg skýrar að mínu mati. Vinna þessarar ágætu nefndar er enn í gangi. Ég efast ekki um að við hefðum fengið skilaboð um það ef sú vinna hefði verið langt komin og hún hefði getað nýst okkur, en svo er ekki. Einhverra hluta vegna hefur vinna þessarar nefndar tafist. Sú vinna kemur því miður ekki til með að geta nýst okkur út af þessu frv.