Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:29:14 (6752)

2001-04-24 18:29:14# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:29]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta fullmáttlaust svar. Jafnvel þótt vinnu nefndarinnar sé ekki lokið þá er sjálfsagt að kalla fyrir þá sem starfa í þeirri nefnd, a.m.k. forsvarsmann nefndarinnar. Eins og nefnt var hér áðan þá leiðir Sigurður Tómas Magnússon þá vinnu. Nefndin á a.m.k. rétt á að fá að vita hvar vinna nefndarinnar stendur. Allshn. ætti þá möguleika á að taka málið fyrir á nýjan leik og fjalla um það út frá öðrum formerkjum en gert hefur verið. Þingmenn hafa gagnrýnt meðferð nefndarinnar og telja röksemdafærsluna fyrir málinu afar veika. Þingmenn hafa kallað eftir skárri röksemdafærslum sem hafa ekki fengist. Þingmenn hafa óskað eftir því að þetta mál yrði betur ígrundað og ég sé ekki, herra forseti, hvers vegna svo mikið liggur á að þyngja refsingar í fíkniefnamálum um tvö ár. Má ekki skoða málið til hlítar eins og hv. þm. hafa kallað eftir í allan dag?