Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 19:04:58 (8399)

2001-05-19 19:04:58# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[19:04]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og hv. þm. og formaður Samfylkingarinnar veit þá reyna þingmenn hvers kjördæmis iðulega að ná samkomulagi um hvernig eigi að haga framkvæmdum þegar um samgöngumál er að ræða. Það náðist því miður ekki í þessu tilviki. Engu að síður er ljóst að athugasemdir mínar við hafnaáætlun lúta að því að ég tel, í ljósi þeirra athugasemda sem ég gerði áðan, alveg skýrt að fara þurfi í endurskoðun á hafnalögum. Þetta er óeðlileg aðferð sem hér er viðhöfð.