Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 22:43:23 (8465)

2001-05-19 22:43:23# 126. lþ. 129.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[22:43]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ítreka það að hæstv. landbrh. og varaformaður Framsfl. kynni sér betur þetta mál og stöðuna almennt og reyni að bæta úr eftir því sem hann hefur kraft, þrek og völd til.

Ég vona, herra forseti, að ekki þurfi að fara eins og látið var að liggja á fundi samgn. að menn komi sér hjá því að reka Trékyllisvíkurnar út um allt land í fjarskiptaþjónustu. Ég vil minna hv. varaformann Framsfl. á að það var einmitt í Trékyllisvík á Ströndum sem Hermann Jónasson, formaður Framsfl. og ráðherra í mörg ár, hélt sinn fyrsta framboðsfund og var síðan kosinn á þing. Við skulum vona að Trékyllisvíkurnar fái að lifa.