Átak gegn fíkniefnaneyslu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 17:55:47 (1127)

2000-11-01 17:55:47# 126. lþ. 18.4 fundur 38. mál: #A átak gegn fíkniefnaneyslu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[17:55]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka fyrirspyrjanda fyrir að koma með þessa fyrirspurn inn á þing og eins hæstv. ráðherra fyrir svör hennar.

Auðvitað er alveg ljóst að allir flokkar hafa vímuvarnir á stefnuskrá sinni en þeir setja hana fram með mismunandi hætti. Framsetning Framsfl. fyrir síðustu kosningar, með milljarðinn í farteskinu, var áberandi. Árangurinn hefur komið í ljós og hann er bæði góður og slæmur, eftir því hvernig á það er litið.

Aukin samvinna milli sveitarfélaga og lögreglu er hins vegar fagnaðarefni og það er mjög mikilvægt að vímuvörnum á öllum sviðum verði fylgt vel eftir og það haft í huga þegar við erum að ræða hér um tóbaksvarnir, frjálsari sölu á áfengi o.s.frv.