Viðvera þingmanna

Miðvikudaginn 08. nóvember 2000, kl. 13:34:14 (1419)

2000-11-08 13:34:14# 126. lþ. 21.93 fundur 95#B viðvera þingmanna# (aths. um störf þingsins), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 126. lþ.

[13:34]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti vill geta þess að sú regla hefur verið viðhöfð að undirrita ekki gerðabók síðasta fundar nema meiri hluti þingmanna væri í salnum en það er að sjálfsögðu mjög algengt að setja fund þó að ekki séu allir mættir.

Forseti vill líka geta þess að honum láðist að hringja til fundar áður en hann byrjaði en nú eru flestir komnir í salinn sem eru stimplaðir inn í húsið og verður þá gengið til dagskrár.