Fundur þingflokksformanna og forseta

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 11:04:23 (3017)

2000-12-08 11:04:23# 126. lþ. 44.93 fundur 182#B fundur þingflokksformanna og forseta# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[11:04]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég var með formlega tillögu um að fjárlagaumræðan hæfist ekki öðruvísi en þingflokksformenn hittust með forseta. Ég skil það að forseti er að hefja þessa umræðu og hefur þar með ekki orðið við þeirri beiðni. Mér er mjög umhugað um að þingflokksformenn og forseti hittist áður en þessi umræða kemst á mikið skrið og ég legg til, herra forseti, úr því ekki verður orðið við þeirri ósk minni að strax að loknu hádegishléi verði fundur þingflokksformanna og forseta. Samfylkingin mun eiga þingflokksfund í hádeginu. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að á slíkum fundi sé hægt að fá upplýsingar um það sem hér hefur verið rætt á þessum morgni og ýmislegt fleira sem varðar framvindu þingsins. Ég set þessa ósk fram, herra forseti, og geri ráð fyrir því að við henni verði orðið.