Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 12:10:04 (3025)

2000-12-08 12:10:04# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[12:10]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að fjárlagafrv. gerir ráð fyrir að framkvæmdum í vegamálum verði frestað á milli áranna 2001 og 2002 um 800 millj. kr. Venjan er að setja slík markmið fram í fjárlagafrv. en hins vegar fjöllum við um skiptingu í einstök verkefni, framkvæmdir og forgangsröðun þegar vegáætlun kemur fram eftir áramótin. Þingið mun því fjalla um öll þessi mál þegar að henni kemur strax eftir áramótin. Ég hef kannað það í starfi nefndarinnar hvar þetta er á vegi statt og Vegagerðin hefur ekki gengið frá tillögum sínum um þetta mál enn þá en þær munu væntanlega liggja fyrir í byrjun febrúar þegar vegáætlun liggur fyrir.