Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 22:15:46 (3095)

2000-12-08 22:15:46# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[22:15]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Satt að segja kann ég mjög illa við þær dylgjur sem eru bornar á mig í þessu sambandi, að ég hafi verið að refsa Náttúruverndarsamtökum Íslands fyrir andstöðu við stóriðjustefnu Framsfl., eins og ég er spurður að. Það sem ég hef gert í málefnum náttúruverndarsamtaka er að tryggja það m.a. með persónulegum viðtölum við umhvrh. að þessi samtök fái framlög frá opinberri hálfu. Skiptir þá engu máli hvaða skoðanir eða hvaða skoðanamunur er milli mín og þessara samtaka en hann er ekkert í öllum greinum. Ég sagði það í ræðu og m.a. í andsvari við hv. 17. þm. Reykv. að ég teldi náttúruverndarsamtök og frjáls náttúruverndarsamtök hafa mikilvægu hlutverki að gegna og ég stend við það. Núna er verið að stórauka fjármagn til þessara samtaka og þá bregður svo við að gerðar eru miklar árásir á okkur, meiri hluta fjárln. og jafnvel mig persónulega, fyrir að hafa stuðlað að þessum stórauknu framlögum og látið liggja að því að hér sé um pólitískan mismun að ræða og Umhverfisverndarsamtök Íslands kölluð samtök Steingríms Hermannssonar. Hvers konar málflutningur er þetta? Ég frábið mér slíkar dylgjur sem felast í ræðu hv. þm.