Ferill 55. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 373  —  55. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið á fundum sínum. Umsagnir bárust nefndinni frá Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, Siglingastofnun og Landhelgisgæslunni.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að samgönguráðherra hlutist til um það við Siglingastofnun að hún hefji sem fyrst rannsóknir við Bakkafjöru og á öðrum aðstæðum í tengslum við ferjuleið frá Vestmannaeyjum að Bakkafjöru.
    Í umsögn Siglingastofnunar kom fram að stofnunin væri reiðubúin að taka þetta verkefni að sér.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Jón Kristjánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. nóv. 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Kristján L. Möller.



Jón Bjarnason,


með fyrirvara.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Guðmundur Hallvarðsson.



Lúðvík Bergvinsson.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.