Ferill 55. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 1/126.

Þskj. 437  —  55. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að hlutast til um við Siglingastofnun Íslands að hún hefji sem fyrst rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkafjöru og öðrum aðstæðum í tengslum við ferjuleið frá Vestmannaeyjum að Bakkafjöru.

Samþykkt á Alþingi 5. desember 2000.