Ferill 412. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 6/126.

Þskj. 784  —  412. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu samnings milli Evrópubandalagsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í aðildarríki eða á Íslandi eða í Noregi.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning sem Evrópubandalagið og lýðveldið Ísland og konungsríkið Noregur gera með sér um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í aðildarríki eða á Íslandi eða í Noregi.

Samþykkt á Alþingi 26. febrúar 2001.