Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 785  —  498. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um aðild að samningi um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna.

(Lögð fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)



    Alþingi ályktar að heimila að Ísland gerist aðili að samningi um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna sem gerður var í New York 9. desember 1994.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að samningi um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna sem gerður var í New York 9. desember 1994. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögunni.
    Samningurinn lá frammi til undirritunar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til 31. desember 1995. Samningurinn öðlaðist gildi 15. janúar 1999. Hinn 6. febrúar 2001 voru aðildarríki samningsins 50, þar á meðal eru öll norrænu ríkin að Íslandi undanskildu.
    Vegna þróunar alþjóðamála hafa Sameinuðu þjóðirnar aukið starfsemi sína verulega og starfsmenn á vegum þeirra, auk tengdra starfsmanna, hafa sinnt friðargæslu víðs vegar um heim. Í lok ársins 2000 stóðu Sameinuðu þjóðirnar að fimmtán friðargæsluverkefnum. Í ljósi þessa aukna umfangs starfseminnar samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þann 9. desember 1994 um að leggja fram þann samning sem hér um ræðir til að tryggja öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna.
    Ísland hefur tekið aukinn þátt í þessu samstarfi Sameinuðu þjóðanna á liðnum árum og fjárframlög íslenska ríkisins til þessa málaflokks hafa hækkað í samræmi við það. Ísland tekur þátt í störfum hinnar alþjóðlegu lögreglusveitar og stöðugleikahersveita í Bosníu og Hersegóvínu og gerðist jafnframt aðili að sérstakri friðargæslunefnd Sameinuðu þjóðanna árið 1997. Í árslok 2000 störfuðu tíu Íslendingar á Balkanskaga samkvæmt starfs- og launasamningum sem utanríkisráðuneytið hefur gert við þá auk þess sem aðrir tíu störfuðu á sömu slóðum hjá alþjóðlegum stofnunum og félagasamtökum. Í ljósi þess að íslensk stjórnvöld vilja auka þátttöku Íslendinga í friðargæslu enn frekar á næstu árum er augljóst hversu brýnt er að búa vel að öryggi þeirra Íslendinga sem sinna friðargæslu og öðrum verkefnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
    Í inngangsorðum samningsins kemur fram það sjónarmið að aðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna fari fram í þágu alls samfélags þjóðanna og séu í samræmi við markmið sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna sé nauðsynlegt að tryggja öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna en ráðstafanir fram til þessa hafi ekki verið fullnægjandi. Samningurinn felur í sér skyldu til að tryggja öryggi og vernd starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna, sbr. 7. gr. samningsins. Í 8. gr. er mælt fyrir um skyldu til að láta lausa eða afhenda starfsmenn sem teknir hafa verið til fanga eða hnepptir í varðhald. Í 2. mgr. 9. gr. er sú skylda lögð á aðildarríki samningsins að gera þá glæpi sem upp eru taldir í 1. mgr. 9. gr. refsiverða að landslögum.
    Aðild að samningnum kallar á breytingu á ákvæðum um refsilögsögu í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp til slíkrar breytingar á yfirstandandi löggjafarþingi. Að öðru leyti eru gildandi lög á Íslandi í samræmi við ákvæði samningsins. Þannig er unnt að veita starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna þau réttindi sem gert er ráð fyrir í samningnum á grundvelli laga um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana, nr. 98/1992.



Fylgiskjal.


Samningur um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna.


Ríkin, sem eru aðilar að samningi þessum,

hafa miklar áhyggjur af vaxandi fjölda dauðsfalla og meiðsla af völdum árása sem gerðar eru af ásettu ráði á starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengda starfsmenn,

með það í huga að árásir eða aðrar misþyrmingar á starfsmönnum sem starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna eru óréttlætanlegar og óviðunandi hver svo sem framkvæmir þær,

viðurkenna að aðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna fara fram í þágu samfélags þjóðanna og í samræmi við meginreglur og markmið sáttmála Sameinuðu þjóðanna,

taka mið af hinu mikilvæga framlagi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna er varðar starf Sameinuðu þjóðanna sem tengist fyrirbyggjandi ríkjasamskiptum, friðarumleitunum, friðargæslu, uppbyggingu friðar og aðgerðum vegna mannúðarmála og annarra aðgerða,

gera sér grein fyrir því fyrirkomulagi sem nú er í gildi við að tryggja öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna, þar með talið þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið í þessu skyni af aðalstofnunum Sameinuðu þjóðanna,

viðurkenna engu að síður að núverandi ráðstafanir til verndar starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna og tengdum starfsmönnum eru ófullnægjandi,

taka mið af því að þar sem aðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna fara fram með samþykki gistiríkis og í samstarfi við það eykst skilvirkni og öryggi aðgerðanna,

fara þess á leit við öll ríki sem starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengdir starfsmenn hafa verið sendir til, og við alla aðra sem slíkir starfsmenn kunna að reiða sig á, að veita víðtækan stuðning í því skyni að greiða fyrir stjórnun og störfum samkvæmt umboði til aðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna,

eru sannfærð um að það er brýn nauðsyn til þess að viðeigandi og skilvirkar ráðstafanir til að koma í veg fyrir árásir á starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengda starfsmenn, og um refsingar þeirra sem gert hafa slíkar árásir, verði samþykktar,

hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. gr.
Skilgreiningar.

    Í þessum samningi er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a)      „starfsmenn Sameinuðu þjóðanna“:
           i)      einstaklingar sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræður eða sendir sem þátttakendur í þeim aðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna sem lúta að hernaði, löggæslu eða borgaralegum málefnum;
           ii)      aðrir embættismenn og sérfræðingar sem ganga erinda Sameinuðu þjóðanna, sérstofnana þeirra eða Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og eru embættis síns vegna staddir á svæði þar sem aðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna fara fram;
b)      „tengdir starfsmenn“:
           i)      einstaklingar sem ríkisstjórn eða milliríkjastofnun felur ákveðin verkefni með samþykki lögbærrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna;
           ii)      einstaklingar ráðnir af aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sérstofnun eða Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni;

           iii)      einstaklingar sem sendir eru af óopinberri mannúðarstofnun eða -skrifstofu samkvæmt samkomulagi við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sérstofnun eða Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vinna að verkefnum samkvæmt umboði til aðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna;

c)      „aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna“: aðgerð sem komið er á fót af lögbærri stofnun Sameinuðu þjóðanna í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og fer fram undir stjórn og eftirliti Sameinuðu þjóðanna:
           i)      þegar aðgerðinni er ætlað að varðveita eða koma aftur á heimsfriði og alþjóðaöryggi; eða
           ii)      þegar öryggisráðið eða allsherjarþingið hafa lýst því yfir, að því er þennan samning varðar, að öryggi starfsfólks sem tekur þátt í aðgerðinni sé sérstök hætta búin;

d)      „gistiríki“: ríki sem ræður því yfirráðasvæði þar sem aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna fer fram;
e)      „gegnumferðarríki“: ríki, annað en gistiríki, sem ræður því yfirráðasvæði þar sem starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengdir starfsmenn eða búnaður þeirra fara um eða hafa stutta viðdvöl í tengslum við aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna.

2. gr
Gildissvið.

    1. Þessi samningur gildir um starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengda starfsmenn og aðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt skilgreiningunum í 1. gr.
    2. Þessi samningur gildir ekki um aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna sem heimiluð er af öryggisráðinu sem þvingunarráðstöfun skv. VII. kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem einhverjir starfsmannanna eiga í átökum við skipulagðan herafla sem lögin um alþjóðleg hernaðarátök gilda um.


3. gr.
Auðkenning.

    1. Allir sem starfa við hernað og löggæslu vegna aðgerðar á vegum Sameinuðu þjóðanna og bifreiðar þeirra, skip og loftför skulu bera skýr auðkenni. Annað starfsfólk, bifreiðar, skip og loftför, sem eiga þátt í aðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna, skulu auðkennd á viðeigandi hátt nema aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ákveði annað.
    2. Allir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengdir starfsmenn skulu bera viðeigandi persónuskírteini.

4. gr.
Samningar um stöðu aðgerðarinnar.

    Gistiríkið og Sameinuðu þjóðirnar skulu eins fljótt og auðið er gera með sér samning um stöðu tiltekinnar aðgerðar á vegum Sameinuðu þjóðanna og alls starfsfólks sem tengist henni, þar með talið m.a. ákvæði um sérréttindi og friðhelgi þeirra sem starfa við hernað og löggæslu vegna aðgerðarinnar.

5. gr.
Gegnumferð.

    Gegnumferðarríki skal greiða fyrir óhindraðri gegnumferð starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna og búnaðar þeirra til og frá gistiríkinu.

6. gr.
Lög og reglur virt.

    1. Með fyrirvara um þau sérréttindi og friðhelgi sem starfsmenn Sameinuðu þjóðanna njóta eða þær kröfur sem gerðar eru til starfs þeirra skulu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengdir starfsmenn:
a)      virða lög og reglur gistiríkisins og gegnumferðarríkis; og
b)      komast hjá því að taka þátt í aðgerðum eða starfsemi sem samræmist ekki óhlutdrægu og alþjóðlegu eðli skyldustarfa þeirra.
    2. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að þessar skuldbindingar séu virtar.

7. gr.
Skylda til að tryggja öryggi og vernd starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna.

    1. Ekki skal gera árás á starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengda starfsmenn, búnað þeirra og athafnasvæði eða grípa til annarra aðgerða gegn þeim sem hindra þá í að starfa samkvæmt umboði sínu.
    2. Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi og vernd starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna. Einkum skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vernda starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengda starfsmenn sem starfa á yfirráðasvæði þeirra gegn þeim glæpum sem tilgreindir eru í 9. gr.
    3. Aðildarríki skulu starfa með Sameinuðu þjóðunum og öðrum aðildarríkjum, eftir því sem viðeigandi þykir, að framkvæmd þessa samnings, einkum í þeim tilvikum þegar gistiríki er ófært um að gera nauðsynlegar ráðstafanir.

8. gr.
Skylda til að láta lausa eða afhenda þá starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eða tengda starfsmenn sem hafa verið teknir til fanga eða hnepptir í varðhald.

    Ef ekki er kveðið á um annað í gildum samningi um stöðu liðsafla skulu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tengdir starfsmenn, sem eru teknir til fanga eða hnepptir í varðhald á meðan þeir gegna skyldustörfum og búið er að staðfesta hverjir eru, ekki færðir til yfirheyrslu og skal þeim tafarlaust sleppt og komið í hendur Sameinuðu þjóðanna eða annarra viðeigandi yfirvalda. Á meðan beðið er eftir að slíkir starfsmenn séu látnir lausir skal komið fram við þá í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur um mannréttindi og meginreglur og anda Genfarsamninganna frá 1949.

9. gr.
Glæpir gegn starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna og tengdum starfsmönnum.

    1. Eftirtalið, framið af ásetningi:
a)      morð, mannrán eða önnur árás á starfsmann eða frelsi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna eða tengdan starfsmann;
b)      ofsafengin árás á opinber athafnasvæði, einkavistarverur eða flutningatæki starfsmanns Sameinuðu þjóðanna eða tengds starfsmanns sem er líkleg til þess að stofna honum eða frelsi hans í hættu;
c)      hótun um að gera slíka árás sem hefur það að markmiði að þvinga einstakling eða lögpersónu til að fremja einhvern verknað eða komast hjá því að fremja einhvern verknað;
d)      tilraun til að gera slíka árás; og
e)      verknaður sem felur í sér að vera vitorðsmaður að einhverri slíkri árás, eða tilraun til slíkrar árásar, eða að skipuleggja eða fyrirskipa öðrum að gera slíka árás,
skal skilgreint sem glæpur í landslögum allra aðildarríkjanna.
    2. Hvert aðildarríki skal sjá til þess að glæpirnir sem taldir eru upp í 1. mgr. séu refsiverðir og skulu viðurlög við þeim taka mið af því hversu alvarlegir þeir eru.

10. gr.
Ákvörðun lögsögu.

    1. Hvert aðildarríki skal gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að ákvarða lögsögu þess yfir glæpunum sem taldir eru upp í 9. gr. að því er eftirfarandi tilvik varðar:
a)      þegar glæpurinn er framinn á yfirráðasvæði þess ríkis eða um borð í skipi eða loftfari sem skráð er í því ríki;
b)      þegar meintur árásarmaður er ríkisborgari þess ríkis.
    2. Aðildarríki getur einnig ákvarðað lögsögu sína yfir hverjum slíkum glæp þegar hann:
a)      er framinn af ríkisfangslausum manni sem hefur fasta búsetu í því ríki; eða
b)      varðar ríkisborgara þess ríkis; eða
c)      er framinn í því skyni að þvinga það ríki til að fremja einhvern verknað eða láta vera að gera það.
    3. Sérhvert aðildarríki sem hefur ákvarðað lögsögu með þeim hætti sem um getur í 2. mgr. skal tilkynna það aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ef aðildarríkið afturkallar lögsöguna síðar skal það tilkynna það aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
    4. Hvert aðildarríki um sig skal gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar kunna að vera í því skyni að ákvarða lögsögu sína yfir glæpunum sem taldir eru upp í 9. gr. að því er varðar mál þar sem meintur árásarmaður er staddur á yfirráðasvæði aðildarríkisins og það framselur hann ekki skv. 15. gr. til einhvers annars aðildarríkis sem ákvarðað hefur lögsögu sína í samræmi við 1. eða 2. mgr.
    5. Þessi samningur útilokar ekki refsilögsögu sem farið er með í samræmi við landslög.


11. gr.
Varnir gegn glæpum gegn starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna og tengdum starfsmönnum.

    Aðildarríki skulu hafa samstarf um varnir gegn þeim glæpum sem taldir eru upp í 9. gr., einkum með því að:
a)      gera allar raunhæfar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að undirbúningur slíkra afbrota sem framin eru innan eða utan yfirráðasvæða þeirra fari fram innan yfirráðasvæðis þeirra, og
b)      skiptast á upplýsingum í samræmi við landslög sín og samræma stjórnsýsluráðstafanir og aðrar ráðstafanir, eftir því sem við á, til að koma í veg fyrir að þessir glæpir verði framdir.

12. gr.
Miðlun upplýsinga.

    1. Samkvæmt þeim skilyrðum sem kveðið er á um í landslögum þess skal aðildarríki, þegar glæpur sem tilgreindur er í 9. gr. hefur verið framinn á yfirráðasvæði þess, ef það hefur ástæðu til að telja að meintur árásarmaður hafi flúið af yfirráðasvæði þess, tilkynna aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjórans, ríkinu eða ríkjunum sem í hlut eiga um öll málsatvik sem máli skipta og varða glæpinn sem framinn hefur verið og veita allar tiltækar upplýsingar um hver hinn meinti árásarmaður sé.
    2. Hvenær sem framinn er glæpur sem tilgreindur er í 9. gr. skal hvert aðildarríki sem býr yfir upplýsingum um fórnarlambið og aðstæður þegar afbrotið var framið leitast við að koma slíkum upplýsingum skjótt og skilvíslega á framfæri við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og ríkið eða ríkin sem í hlut eiga, samkvæmt þeim skilyrðum sem landslög setja.

13. gr.
Ráðstafanir til að tryggja lögsókn eða framsal.

    1. Þegar aðstæður leyfa skal aðildarríki, sé meintur árásarmaður staddur á yfirráðasvæði þess, gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við landslög til að tryggja viðveru þess einstaklings að því er varðar lögsókn eða framsal.
    2. Ráðstafanir sem gerðar eru í samræmi við 1. mgr. skal tilkynna, í samræmi við landslög og án tafar, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjórans:
a)      ríkinu þar sem glæpurinn var framinn;
b)      ríkinu eða ríkjunum þar sem meintur árásarmaður hefur ríkisfang eða, ef viðkomandi einstaklingur er ríkisfangslaus, ríkinu þar sem viðkomandi einstaklingur hefur fasta búsetu;
c)      ríkinu eða ríkjunum þar sem fórnarlambið hefur ríkisfang; og
d)      öðrum ríkjum sem hagsmuna eiga að gæta.

14. gr.
Saksókn meintra árásarmanna.

    Ef aðildarríki, sé meintur árásarmaður staddur á yfirráðasvæði þess, framselur ekki viðkomandi einstakling skal það undantekningarlaust og án ótilhlýðilegrar tafar láta málið í hendur lögbæru yfirvaldi til saksóknar samkvæmt málsmeðferð í samræmi við lög viðkomandi ríkis. Þessi yfirvöld skulu taka ákvörðun á sama hátt og þegar um er að ræða almenn afbrot alvarlegs eðlis samkvæmt lögum þess ríkis.

15. gr.
Framsal meintra árásarmanna.

    1. Að því marki sem þeir glæpir sem taldir eru upp í 9. gr. teljast ekki til afbrota sem geta varðað framsali samkvæmt þeim framsalssamningum sem í gildi eru á milli aðildarríkjanna skal litið svo á að svo sé í þeim samningum. Aðildarríkin skuldbinda sig til að telja þessa glæpi til afbrota sem geta varðað framsali í öllum framsalssamningum sem þau munu gera sín á milli.
    2. Ef aðildarríki sem gerir tilvist framsalssamnings að skilyrði fyrir framsali veitir viðtöku beiðni um framsal frá öðru aðildarríki sem það hefur ekki gert framsalssamning við hefur það þann valkost að nota þennan samning sem lagagrundvöll fyrir framsali að því er þá glæpi varðar. Framsal skal háð þeim skilyrðum sem kveðið er á um í lögum þess ríkis sem beiðni er beint til.
    3. Aðildarríki sem ekki gera tilvist framsalssamnings að skilyrði fyrir framsali skulu sín á milli viðurkenna þessa glæpi sem afbrot sem geta varðað framsali með fyrirvara um þau skilyrði sem kveðið er á um í lögum þess ríkis sem beiðni er beint til.
    4. Að því er varðar framsal á milli aðildarríkjanna skal fara með hvern þessara glæpa eins og hann hafi ekki einungis verið framinn þar sem hann átti sér stað heldur á yfirráðasvæðum allra aðildarríkja sem hafa ákvarðað lögsögu sína í samræmi við 1. eða 2. mgr. 10. gr.

16. gr.
Gagnkvæm aðstoð í sakamálum.

    1. Aðildarríkin skulu veita hvert öðru alla þá aðstoð sem völ er á í tengslum við málsmeðferð í sakamálum sem varða þá glæpi sem taldir eru upp í 9. gr., þar með talin aðstoð við öflun sönnunargagna sem eru nauðsynleg við málsmeðferðina. Lög þess ríkis sem beiðni er beint til skulu gilda í öllum málum.
    2. Ákvæði 1. mgr. skulu ekki hafa áhrif á skuldbindingar varðandi gagnkvæma aðstoð sem felast í öðrum samningum.

17. gr.
Réttlát meðferð.

    1. Tryggja skal sérhverjum einstaklingi, sem verið er að rannsaka eða sem málsmeðferð hefur hafist gegn í tengslum við einhvern þeirra glæpa sem tilgreindir eru í 9. gr., réttláta meðferð, réttláta dómsmeðferð og að hann njóti fullra réttinda á öllum stigum rannsóknarinnar eða málsmeðferðarinnar.
    2. Sérhver meintur árásarmaður skal eiga rétt á:
a)      að hafa án tafar samband við næsta viðeigandi fulltrúa þess ríkis eða þeirra ríkja, þar sem hann er ríkisborgari, eða þann aðila sem hefur rétt til að verja réttindi hans eða ef viðkomandi maður er ríkisfangslaus, fulltrúa þess ríkis sem tilbúið er, samkvæmt beiðni þess manns, til að verja réttindi hans; og
b)      að fulltrúi þess ríkis eða þeirra ríkja heimsæki hann.

18. gr.
Tilkynning um niðurstöðu málsmeðferðarinnar.

    Aðildarríkið, þar sem meintur árásarmaður er sóttur til saka, skal tilkynna niðurstöðu málsmeðferðarinnar til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem skal senda upplýsingarnar til hinna aðildarríkjanna.

19. gr.
Útbreiðsla.

    Aðildarríkin skuldbinda sig til að útbreiða þennan samning eins víða og unnt er og einkum að taka efni hans, auk viðeigandi ákvæða um mannúðarmál í þjóðarétti, upp í kennsluáætlanir við herþjálfun.


20. gr.
Fyrirvarar.

    Ekkert í þessum samningi skal hafa áhrif á:
a)      gildissvið þjóðaréttar í mannúðarmálum og alþjóðlega viðurkennda mælikvarða í mannréttindum eins og þeir eru settir fram í alþjóðlegum gerningum með tilliti til verndaraðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna, eða á ábyrgð þessara starfsmanna til að virða slík lög og mælikvarða;
b)      réttindi og skyldur ríkja sem eru í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja komu einstaklinga inn á yfirráðasvæði þeirra;

c)      skyldu starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna að breyta í samræmi við skilmála umboðs vegna aðgerðar á vegum Sameinuðu þjóðanna;
d)      rétt ríkja sem af frjálsum vilja leggja aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna til starfsmenn til að draga starfsmenn sína út úr slíkum aðgerðum; eða
e)      réttinn til að fá greiddar viðeigandi bætur vegna dauðsfalls, fötlunar, meiðsla eða veikinda sem rekja má til friðargæslustarfa einstaklinga sem ríki hafa að eigin vilja lagt aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna til.

21. gr.
Réttur til sjálfsvarnar.

    Ekkert í þessum samningi skal túlka þannig að dregið sé úr réttinum til sjálfsvarnar.

22. gr.
Lausn deilumála.

    1. Sérhver deila milli tveggja eða fleiri aðildarríkja varðandi túlkun eða beitingu samnings þessa sem ekki er útkljáð með samningum skal, að beiðni eins þeirra, lögð í gerðardóm. Hafi aðilar ekki komið sér saman um samsetningu gerðardóms innan sex mánaða frá því að lögð er fram beiðni um slíkt getur hver aðilanna, með umsókn sem er í samræmi við stofnsamþykkt dómstólsins, vísað deilunni til alþjóðadómstólsins.

    2. Hvert aðildarríki getur við undirritun, fullgildingu, staðfestingu eða samþykki þessa samnings, eða við aðild að honum, lýst því yfir að það telji sig ekki í heild eða að hluta bundið af 1. mgr. Hin aðildarríkin skulu ekki bundin af 1. mgr. eða viðkomandi hluta hennar að því er varðar aðildarríki sem gert hefur slíkan fyrirvara.
    3. Sérhvert aðildarríki sem gert hefur fyrirvara í samræmi við 2. mgr. getur hvenær sem er afturkallað fyrirvarann með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

23. gr.
Endurskoðunarfundir.

    Fari eitt eða fleiri aðildarríki þess á leit, og sé það samþykkt af meirihluta aðildarríkja, skal aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boða til fundar aðildarríkja til að endurskoða framkvæmd samningsins og vandamál varðandi beitingu hans.


24. gr.
Undirritun.

    Samningur þessi skal liggja frammi til undirritunar fyrir öll ríki til 31. desember 1995 í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

25. gr.
Fullgilding, staðfesting eða samþykki.

    Samningur þessi er háður fullgildingu, staðfestingu eða samþykki. Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til vörslu.

26. gr.
Aðild.

    Öllum ríkjum er frjálst að gerast aðilar að samningi þessum. Aðildarskjöl skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til vörslu.


27. gr.
Gildistaka.

    1. Samningur þessi öðlast gildi þrjátíu dögum eftir að tuttugu og tvö skjöl um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild hafa verið afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til vörslu.
    2. Að því er varðar hvert ríki sem fullgildir samning þennan, staðfestir hann eða samþykkir eða gerist aðili að honum eftir að tuttugasta og annað skjalið um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild hefur verið afhent til vörslu öðlast samningurinn gildi á þrítugasta degi frá því að viðkomandi ríki afhenti til vörslu skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild.

28. gr.
Uppsögn.

    1. Aðildarríki er heimilt að segja upp samningi þessum með skriflegri tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
    2. Uppsögnin öðlast gildi einu ári eftir að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna veitir henni viðtöku.

29. gr.
Jafngildir textar.

    Frumrit þessa samnings, en textar hans á arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spænsku eru allir jafngildir, skal afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til vörslu og skal hann senda staðfest afrit af því til allra ríkjanna.

GJÖRT í New York 9. desember 1994.

Convention on the Safety of United Nations and Associated Personnel


The States Parties to this Convention,

Deeply concerned over the growing number of deaths and injuries resulting from deliberate attacks against United Nations and associated personnel,


Bearing in mind that attacks against, or other mistreatment of, personnel who act on behalf of the United Nations are unjustifiable and unacceptable, by whomsoever committed,

Recognizing that United Nations operations are conducted in the common interest of the international community and in accordance with the principles and purposes of the Charter of the United Nations,

Acknowledging the important contribution that United Nations and associated personnel make in respect of United Nations efforts in the fields of preventive diplomacy, peacemaking, peace-keeping, peace-building and humanitarian and other operations,

Conscious of the existing arrangements for ensuring the safety of United Nations and associated personnel, including the steps taken by the principal organs of the United Nations, in this regard,


Recognizing none the less that existing measures of protection for United Nations and associated personnel are inadequate,

Acknowledging that the effectiveness and safety of United Nations operations are enhanced where such operations are conducted with the consent and cooperation of the host State,

Appealing to all States in which United Nations and associated personnel are deployed and to all others on whom such personnel may rely, to provide comprehensive support aimed at facilitating the conduct and fulfilling the mandate of United Nations operations,

Convinced that there is an urgent need to adopt appropriate and effective measures for the prevention of attacks committed against United Nations and associated personnel and for the punishment of those who have committed such attacks,

Have agreed as follows:

Article 1
Definitions

    For the purposes of this Convention:

(a)      “United Nations personnel” means:
           (i)      Persons engaged or deployed by the Secretary-General of the United Nations as members of the military, police or civilian components of a United Nations operation;

           (ii)      Other officials and experts on mission of the United Nations or its specialized agencies or the International Atomic Energy Agency who are present in an official capacity in the area where a United Nations operation is being conducted;
(b)      “Associated personnel” means:
           (i)      Persons assigned by a Government or an intergovernmental organization with the agreement of the competent organ of the United Nations;
           (ii)      Persons engaged by the Secretary-General of the United Nations or by a specialized agency or by the International Atomic Energy Agency;
           (iii)      Persons deployed by a humanitarian non- governmental organization or agency under an agreement with the Secretary-General of the United Nations or with a specialized agency or with the International Atomic Energy Agency, to carry out activities in support of the fulfilment of the mandate of a United Nations operation;
(c)      “United Nations operation” means an operation established by the competent organ of the United Nations in accordance with the Charter of the United Nations and conducted under United Nations authority and control:
           (i)      Where the operation is for the purpose of maintaining or restoring international peace and security; or
           (ii)      Where the Security Council or the General Assembly has declared, for the purposes of this Convention, that there exists an exceptional risk to the safety of the personnel participating in the operation;
(d)      “Host State” means a State in whose territory a United Nations operation is conducted;

(e)      “Transit State” means a State, other than the host State, in whose territory United Nations and associated personnel or their equipment are in transit or temporarily present in connection with a United Nations operation.


Article 2
Scope of application

    1. This Convention applies in respect of United Nations and associated personnel and United Nations operations, as defined in article 1.

    2. This Convention shall not apply to a United Nations operation authorized by the Security Council as an enforcement action under Chapter VII of the Charter of the United Nations in which any of the personnel are engaged as combatants against organized armed forces and to which the law of international armed conflict applies.

Article 3
Identification

    1. The military and police components of a United Nations operation and their vehicles, vessels and aircraft shall bear distinctive identification. Other personnel, vehicles, vessels and aircraft involved in the United Nations operation shall be appropriately identified unless otherwise decided by the Secretary- General of the United Nations.
    2. All United Nations and associated personnel shall carry appropriate identification documents.

Article 4
Agreements on the status of the operation

    The host State and the United Nations shall conclude as soon as possible an agreement on the status of the United Nations operation and all personnel engaged in the operation including, inter alia, provisions on privileges and immunities for military and police components of the operation.

Article 5
Transit

    A transit State shall facilitate the unimpeded transit of United Nations and associated personnel and their equipment to and from the host State.


Article 6
Respect for laws and regulations

    1. Without prejudice to such privileges and immunities as they may enjoy or to the requirements of their duties, United Nations and associated personnel shall:
(a)      Respect the laws and regulations of the host State and the transit State; and
(b)      Refrain from any action or activity incompatible with the impartial and international nature of their duties.
    2. The Secretary-General of the United Nations shall take all appropriate measures to ensure the observance of these obligations.

Article 7
Duty to ensure the safety and security of United Nations and associated personnel

    1. United Nations and associated personnel, their equipment and premises shall not be made the object of attack or of any action that prevents them from discharging their mandate.
    2. States Parties shall take all appropriate measures to ensure the safety and security of United Nations and associated personnel. In particular, States Parties shall take all appropriate steps to protect United Nations and associated personnel who are deployed in their territory from the crimes set out in article 9.

    3. States Parties shall cooperate with the United Nations and other States Parties, as appropriate, in the implementation of this Convention, particularly in any case where the host State is unable itself to take the required measures.

Article 8
Duty to release or return United Nations
and associated personnel captured
or detained

    Except as otherwise provided in an applicable status-of-forces agreement, if United Nations or associated personnel are captured or detained in the course of the performance of their duties and their identification has been established, they shall not be subjected to interrogation and they shall be promptly released and returned to United Nations or other appropriate authorities. Pending their release such personnel shall be treated in accordance with universally recognized standards of human rights and the principles and spirit of the Geneva Conventions of 1949.

Article 9
Crimes against United Nations and associated personnel

    1. The intentional commission of:
(a)      A murder, kidnapping or other attack upon the person or liberty of any United Nations or associated personnel;
(b)      A violent attack upon the official premises, the private accommodation or the means of transportation of any United Nations or associated personnel likely to endanger his or her person or liberty;
(c)      A threat to commit any such attack with the objective of compelling a physical or juridical person to do or to refrain from doing any act;

(d)      An attempt to commit any such attack; and
(e)      An act constituting participation as an accomplice in any such attack, or in an attempt to commit such attack, or in organizing or ordering others to commit such attack,
shall be made by each State Party a crime under its national law.
    2. Each State Party shall make the crimes set out in paragraph 1 punishable by appropriate penalties which shall take into account their grave nature.


Article 10
Establishment of jurisdiction

    1. Each State Party shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction over the crimes set out in article 9 in the following cases:

(a)      When the crime is committed in the territory of that State or on board a ship or aircraft registered in that State;
(b)      When the alleged offender is a national of that State.
    2. A State Party may also establish its jurisdiction over any such crime when it is committed:
(a)      By a stateless person whose habitual residence is in that State; or
(b)      With respect to a national of that State; or
(c)      In an attempt to compel that State to do or to abstain from doing any act.

    3. Any State Party which has established jurisdiction as mentioned in paragraph 2 shall notify the Secretary-General of the United Nations. If such State Party subsequently rescinds that jurisdiction, it shall notify the Secretary-General of the United Nations.
    4. Each State Party shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction over the crimes set out in article 9 in cases where the alleged offender is present in its territory and it does not extradite such person pursuant to article 15 to any of the States Parties which have established their jurisdiction in accordance with paragraph 1 or 2.

    5. This Convention does not exclude any criminal jurisdiction exercised in accordance with national law.

Article 11
Prevention of crimes against United Nations and associated personnel

    States Parties shall cooperate in the prevention of the crimes set out in article 9, particularly by:

(a)      Taking all practicable measures to prevent preparations in their respective territories for the commission of those crimes within or outside their territories; and
(b)      Exchanging information in accordance with their national law and coordinating the taking of administrative and other measures as appropriate to prevent the commission of those crimes.

Article 12
Communication of information

    1. Under the conditions provided for in its national law, the State Party in whose territory a crime set out in article 9 has been committed shall, if it has reason to believe that an alleged offender has fled from its territory, communicate to the Secretary-General of the United Nations and, directly or through the Secretary-General, to the State or States concerned all the pertinent facts regarding the crime committed and all available information regarding the identity of the alleged offender.

    2. Whenever a crime set out in article 9 has been committed, any State Party which has information concerning the victim and circumstances of the crime shall endeavour to transmit such information, under the conditions provided for in its national law, fully and promptly to the Secretary-General of the United Nations and the State or States concerned.


Article 13
Measures to ensure prosecution or extradition

    1. Where the circumstances so warrant, the State Party in whose territory the alleged offender is present shall take the appropriate measures under its national law to ensure that person's presence for the purpose of prosecution or extradition.
    2. Measures taken in accordance with paragraph 1 shall be notified, in conformity with national law and without delay, to the Secretary-General of the United Nations and, either directly or through the Secretary-General, to:
(a)      The State where the crime was committed;
(b)      The State or States of which the alleged offender is a national or, if such person is a stateless person, in whose territory that person has his or her habitual residence;
(c)      The State or States of which the victim is a national; and
(d)      Other interested States.

Article 14
Prosecution of alleged offenders

    The State Party in whose territory the alleged offender is present shall, if it does not extradite that person, submit, without exception whatsoever and without undue delay, the case to its competent authorities for the purpose of prosecution, through proceedings in accordance with the law of that State. Those authorities shall take their decision in the same manner as in the case of an ordinary offence of a grave nature under the law of that State.

Article 15
Extradition of alleged offenders

    1. To the extent that the crimes set out in article 9 are not extraditable offences in any extradition treaty existing between States Parties, they shall be deemed to be included as such therein. States Parties undertake to include those crimes as extraditable offences in every extradition treaty to be concluded between them.

    2. If a State Party which makes extradition conditional on the existence of a treaty receives a request for extradition from another State Party with which it has no extradition treaty, it may at its option consider this Convention as the legal basis for extradition in respect of those crimes. Extradition shall be subject to the conditions provided in the law of the requested State.
    3. States Parties which do not make extradition conditional on the existence of a treaty shall recognize those crimes as extraditable offences between themselves subject to the conditions provided in the law of the requested State.
    4. Each of those crimes shall be treated, for the purposes of extradition between States Parties, as if it had been committed not only in the place in which it occurred but also in the territories of the States Parties which have established their jurisdiction in accordance with paragraph 1 or 2 of article 10.

Article 16
Mutual assistance in criminal matters

    1. States Parties shall afford one another the greatest measure of assistance in connection with criminal proceedings brought in respect of the crimes set out in article 9, including assistance in obtaining evidence at their disposal necessary for the proceedings. The law of the requested State shall apply in all cases.
    2. The provisions of paragraph 1 shall not affect obligations concerning mutual assistance embodied in any other treaty.

Article 17
Fair treatment

    1. Any person regarding whom investigations or proceedings are being carried out in connection with any of the crimes set out in article 9 shall be guaranteed fair treatment, a fair trial and full protection of his or her rights at all stages of the investigations or proceedings.
    2. Any alleged offender shall be entitled:
(a)      To communicate without delay with the nearest appropriate representative of the State or States of which such person is a national or which is otherwise entitled to protect that person's rights or, if such person is a stateless person, of the State which, at that person's request, is willing to protect that person's rights; and
(b)      To be visited by a representative of that State or those States.

Article 18
Notification of outcome of proceedings

    The State Party where an alleged offender is prosecuted shall communicate the final outcome of the proceedings to the Secretary-General of the United Nations, who shall transmit the information to other States Parties.

Article 19
Dissemination

    The States Parties undertake to disseminate this Convention as widely as possible and, in particular, to include the study thereof, as well as relevant provisions of international humanitarian law, in their programmes of military instruction.

Article 20
Savings clauses

    Nothing in this Convention shall affect:
(a)      The applicability of international humanitarian law and universally recognized standards of human rights as contained in international instruments in relation to the protection of United Nations operations and United Nations and associated personnel or the responsibility of such personnel to respect such law and standards;

(b)      The rights and obligations of States, consistent with the Charter of the United Nations, regarding the consent to entry of persons into their territories;
(c)      The obligation of United Nations and associated personnel to act in accordance with the terms of the mandate of a United Nations operation;

(d)      The right of States which voluntarily contribute personnel to a United Nations operation to withdraw their personnel from participation in such operation; or
(e)      The entitlement to appropriate compensation payable in the event of death, disability, injury or illness attributable to peace-keeping service by persons voluntarily contributed by States to United Nations operations.

Article 21
Right of self-defence

    Nothing in this Convention shall be construed so as to derogate from the right to act in self-defence.

Article 22
Dispute settlement

    1. Any dispute between two or more States Parties concerning the interpretation or application of this Convention which is not settled by negotiation shall, at the request of one of them, be submitted to arbitration. If within six months from the date of the request for arbitration the parties are unable to agree on the organization of the arbitration, any one of those parties may refer the dispute to the International Court of Justice by application in conformity with the Statute of the Court.
    2. Each State Party may at the time of signature, ratification, acceptance or approval of this Convention or accession thereto declare that it does not consider itself bound by all or part of paragraph 1. The other States Parties shall not be bound by paragraph 1 or the relevant part thereof with respect to any State Party which has made such a reservation.
    3. Any State Party which has made a reservation in accordance with paragraph 2 may at any time withdraw that reservation by notification to the Secretary-General of the United Nations.

Article 23
Review meetings

    At the request of one or more States Parties, and if approved by a majority of States Parties, the Secretary-General of the United Nations shall convene a meeting of the States Parties to review the implementation of the Convention, and any problems encountered with regard to its application.

Article 24
Signature

    This Convention shall be open for signature by all States, until 31 December 1995, at United Nations Headquarters in New York.

Article 25
Ratification, acceptance or approval

    This Convention is subject to ratification, acceptance or approval. Instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary-General of the United Nations.

Article 26
Accession

    This Convention shall be open for accession by any State. The instruments of accession shall be deposited with the Secretary-General of the United Nations.

Article 27
Entry into force

    1. This Convention shall enter into force thirty days after twenty-two instruments of ratification, acceptance, approval or accession have been deposited with the Secretary-General of the United Nations.
    2. For each State ratifying, accepting, approving or acceding to the Convention after the deposit of the twenty-second instrument of ratification, acceptance, approval or accession, the Convention shall enter into force on the thirtieth day after the deposit by such State of its instrument of ratification, acceptance, approval or accession.


Article 28
Denunciation

    1. A State Party may denounce this Convention by written notification to the Secretary-General of the United Nations.
    2. Denunciation shall take effect one year following the date on which notification is received by the Secretary-General of the United Nations.

Article 29
Authentic texts

    The original of this Convention, of which the Arabic, Chinese, English, French, Russian and Spanish texts are equally authentic, shall be deposited with the Secretary-General of the United Nations, who shall send certified copies thereof to all States.

DONE at New York this ninth day of December one thousand nine hundred and ninety-four.