Ferill 642. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1189  —  642. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2001, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Högna S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Gústav Arnar frá Póst- og fjarskiptastofnun.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2001, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES- samninginn, og að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2887/ 2000, um opinn aðgang að heimtaugum.
    Ákvörðunin kallar á breytingar á fjarskiptalögum hér á landi en reglugerðin hefur það að markmiði að efla framboð og samkeppni fyrir alla fjarskiptaþjónustu, þar á meðal breiðbandsmargmiðlun og háhraða internet.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Árni R. Árnason.


Jónína Bjartmarz.


Einar K. Guðfinnsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.