Ferill 657. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1191  —  657. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2001.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar og Heiðar Ásberg Atlason frá utanríkisráðuneyti og Jóhann Sigurjónsson og Ástu Guðmundsdóttur frá Hafrannsóknastofnuninni.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2001.
    Í samningnum er líkt og í samningi aðila á síðasta ári kveðið á um að færeyskum skipum sé heimilt á loðnuvertíðinni 2001/2002 að veiða allt að 10.000 lestir af loðnu innan lögsögu Íslands úr veiðiheimildum sem fengnar eru með samningum færeyskra og grænlenskra stjórnvalda.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Jónína Bjartmarz.


Einar K. Guðfinnsson.



Jóhann Ársælsson.


Steingrímur J. Sigfússon.