Ferill 658. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1192  —  658. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aðild að Genfarsamningi um breytingu á Haagsamningnum um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Heiðar Ásberg Atlason frá utanríkisráðuneyti og Jón Ögmund Þormóðsson frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að Genfarsamningi um breytingu á Haagsamningnum um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar. Genfarsamningurinn gerir íbúum í aðildarríkjum hans kleift að sækja um alþjóðlega skráningu hönnunar beint til Alþjóðahugverkastofnunarinnar eða hjá einkaleyfaskrifstofu hvers ríkis. Skráningaryfirvöld í hverju aðildarríki geta hafnað skráningu hönnunar á grundvelli þeirra laga sem gilda í hverju landi fyrir sig.
    Hið alþjóðlega skráningarkerfi gerir umsækjanda um skráningu hönnunar mögulegt að öðlast vernd í tilteknum fjölda ríkja með því að leggja inn eina umsókn, á einu tungumáli, gegn greiðslu tilskilins gjalds. Nefndin hefur kynnt sér frumvarp til nýrra heildarlaga um hönnun, vernd og skráningu hönnunar o.fl. sem hefur verið til meðferðar í iðnaðarnefnd.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Jónína Bjartmarz.


Einar K. Guðfinnsson.



Jóhann Ársælsson.


Steingrímur J. Sigfússon.