Ferill 483. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1197  —  483. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Helga Jóhannesson frá samgönguráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir frá rannsóknarnefnd sjóslysa, Landhelgisgæslu Íslands, Veðurstofu Íslands, Almannavörnum ríkisins, Vélstjórafélagi Íslands, Vinnueftirlitinu, Vélskóla Íslands, Póst- og fjarskiptastofnun, Ríkisútvarpinu, Siglingastofnun, Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Persónuvernd.
    Tilgangur þingsályktunartillögunnar er að hrinda af stað átaki í öryggismálum sjófarenda. Með tillögunni er stefnt að sameiginlegu átaki allra þeirra aðila sem að öryggismálum sjófarenda koma undir forustu Siglingastofnunar. Í samræmi við þetta er stefnt að því að skilgreina hlutverk þeirra sem vinna að öryggismálum sjófarenda og að slysum til sjós fækki um að minnsta kosti þriðjung fram til ársins 2004. Þá skal samgönguráðherra samkvæmt tillögunni leggja fyrir Alþingi skýrslu um framgang áætlunarinnar fyrir 1. apríl ár hvert.
    Áætlun sem þessi hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi áður. Nefndin telur mikilvægt að unnið sé markvisst að öryggismálum sjófarenda og fagnar því tillögunni.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2001.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Guðmundur Hallvarðsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Magnús Stefánsson.


Jón Bjarnason,


með fyrirvara.



Hjálmar Árnason.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Kristján Möller.