Ferill 638. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 14/126.

Þskj. 1483  —  638. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2000, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2000 frá 30. nóvember 2000, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar 2000/518/EB frá 26. júlí 2000 sem byggð er á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB og fjallar um fullnægjandi vernd persónuupplýsinga í Sviss, 2000/519/EB frá 26. júlí 2000 sem byggð er á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB og fjallar um fullnægjandi vernd persónuupplýsinga í Ungverjalandi og 2000/520/EB frá 26. júlí 2000 sem byggð er á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB og fjallar um fullnægjandi vernd samkvæmt þeim meginreglum um örugga höfn fyrir friðhelgi einkalífsins og þeim algengu spurningum og svörum um það efni sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2001.