Ferill 644. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 17/126.

Þskj. 1286  —  644. mál.


Þingsályktun

um samþykkt ákvörðunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um að koma á, í samræmi við 34. gr. sáttmálans um Evrópusambandið, samningi um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandsins.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að tilkynna fyrir Íslands hönd samþykki á ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins um að koma á, í samræmi við 34. gr. sáttmálans um Evrópusambandið, samningi um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandsins að því leyti sem ákvæði hans byggjast á Schengen-samningnum.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2001.