Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1329  —  332. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um textun íslensks sjónvarpsefnis.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Tillaga þessi til þingsályktunar var áður flutt á 122. og 125. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Studdist nefndin við umsagnir sem bárust um málið á 122. löggjafarþingi.
    Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að íslenskt sjónvarpsefni verði textað eftir því sem við verður komið til hagsbóta fyrir heyrnardauft fólk sem við núverandi aðstæður á erfitt með að fylgjast með íslensku efni í sjónvarpi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillögugreinin hljóði svo:
    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að stuðla að því að íslenskt sjónvarpsefni verði textað eftir því sem við verður komið til hagsbóta fyrir heyrnardauft fólk sem við núverandi aðstæður á erfitt með að fylgjast með íslensku efni í sjónvarpi.

Alþingi, 9. maí 2001.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Tómas Ingi Olrich.



Ólafur Örn Haraldsson.


Einar Már Sigurðarson.


Einar Oddur Kristjánsson.



Kolbrún Halldórsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Hjálmar Árnason.