Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1345  —  223. mál.




Breytingartillögur



við frv. til þjóðminjalaga.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 1. gr. Orðin „skráðar heimildir um þjóðhætti“ í 1. málsl. 3. mgr. falli brott.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Þjóðminjavörður“ í 2. málsl. komi: Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifavernd ríkisins.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þjóðminjavörður og forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins starfa saman að mörkun stefnu og gerð langtímaáætlunar um þjóðminjavörsluna í heild.
     3.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Fornleifaverndar ríkisins til fimm ára í senn. Þá eina má ráða í embættið sem hafa sérfræðimenntun í fornleifafræði eða minjafræði og hafa reynslu af stjórnunarstörfum.
                  Fornleifavernd ríkisins fjallar um og veitir leyfi til allra staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna. Fornleifavernd ríkisins er söfnum og öðrum hlutaðeigandi aðilum til ráðgjafar um varðveislu og kynningu menningarsögulegra minja er heyra undir starfssvið hennar. Fornleifavernd ríkisins hefur eftirlit með öllum fornleifarannsóknum og er hlutaðeigandi aðilum til ráðgjafar um skráningu, rannsóknir og varðveislu fornleifa.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „þjóðminjavarðar“ í 1. mgr. komi: Fornleifaverndar ríkisins.
                  b.      2. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „Félag íslenskra fornleifafræðinga tilnefnir“ í 3. mgr. komi: Félög fornleifafræðinga tilnefna.
     5.      Við 5. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað 2. og 3. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Þjóðminjasafns Íslands, þjóðminjavörð, til fimm ára í senn. Skipaður skal maður með sérfræðimenntun og staðgóða þekkingu á starfsemi safnsins og stjórnunarreynslu.
     6.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Til byggðasafna teljast samkvæmt lögum þessum önnur söfn en Þjóðminjasafn Íslands sem sett hafa verið á stofn í þeim tilgangi sem segir í 5. gr., hlotið hafa viðurkenningu þjóðminjavarðar og uppfylla skilyrði um rekstrarstyrki safna samkvæmt safnalögum.


Prentað upp.

     7.      Við 7. gr.
                  a.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Til slíkra minja geta einnig talist hús sem hafa sérstakt gildi að mati þjóðminjavarðar.
                  b.      Í stað orðsins „þjóðminjavörður“ í fyrri málslið 4. mgr. komi: Fornleifavernd ríkisins.
                  c.      Í stað orðanna „safnstjóri Þjóðminjasafns Íslands“ í síðari málslið 4. mgr. komi: þjóðminjavörður.
                  d.      Í stað orðsins „þjóðminjavörð“ í síðari málslið 4. mgr. komi: Fornleifavernd ríkisins.
     8.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Landinu er skipt í minjasvæði eftir ákvæðum í reglugerð sem menntamálaráðherra setur að fengnum tillögum Fornleifaverndar ríkisins. Í Reykjavík fer borgarminjavörður með minjavörslu. Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins ræður aðra minjaverði er hafa umsjón með minjasvæðum samkvæmt nánari ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins. Þeir eru starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins.
                  Minjaverðir skulu vera menntaðir fornleifafræðingar eða hafa menntun í menningarsögu. Fornleifavernd ríkisins er heimilt að fela forstöðumanni byggðasafns að gegna hlutverki minjavarðar á viðkomandi minjasvæði samkvæmt sérstökum starfssamningi.
                  Fornleifavernd ríkisins er heimilt að stofna minjaráð á hverju minjasvæði. Minjaráð skulu skipuð forstöðumönnum allra viðurkenndra byggðasafna á svæðinu ásamt minjaverði. Hlutverk þess er að fjalla um fornminjar og varðveislu þeirra í samráði við Fornleifavernd ríkisins.
     9.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þjóðminjavarðar“ og „Þjóðminjavörður“ í 1. og 2. mgr. komi: Fornleifaverndar ríkisins, og: Fornleifavernd ríkisins.
                  b.      3.–6. mgr. falli brott.
     10.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Þjóðminjavörður“ hvarvetna í greininni komi: Fornleifavernd ríkisins.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Skylt er að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi eða deiliskipulagi eða endurskoðun þess og skal sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð í samræmi við skipulagslög standa straum af kostnaði við skráninguna.
     11.      Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  Hver sá sem verður var við að fornleifar liggi undir skemmdum skal gera Fornleifavernd ríkisins viðvart. Ef fyrirsjáanlegt er að minjastaður spillist vegna breyttrar landnotkunar eða framkvæmda skal viðkomandi sveitarfélag eða framkvæmdaraðili gera Fornleifavernd ríkisins viðvart með hæfilegum fyrirvara. Fornleifavernd ríkisins ákveður að höfðu samráði við Náttúruvernd ríkisins hvort rannsóknar er þörf, hvort friðlýsa beri viðkomandi stað eða hvort fornleifarnar megi víkja og þá með hvaða skilmálum.
     12.      Við 13. gr. Í stað orðanna „þjóðminjaverði“ og „þjóðminjavarðar“ komi: Fornleifavernd ríkisins, og: Fornleifaverndar ríkisins.
     13.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „þjóðminjavörður“ hvarvetna í greininni komi í réttri beygingarmynd: Fornleifavernd ríkisins.
                  b.      Í stað orðanna „og veitulagnir“ í lokamálslið 1. mgr. komi: veitulagnir og skógrækt.
                  c.      Í stað orðsins „embættinu“ í 2. mgr. komi: stofnuninni.
     14.      Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Fornleifavernd ríkisins annast eftirlit með rannsóknum á fornleifum í landinu.
                  Með fornleifarannsókn er átt við hvers kyns jarðrask sem fram fer í vísindalegum tilgangi og með það að markmiði að rannsaka jarðfastar fornleifar sem þegar er vitað um eða líklegt er að finnast muni, eða að ganga úr skugga um hvort um þess háttar fornleifar sé að ræða á rannsóknarsvæðinu.
                  Þegar Fornleifavernd veitir leyfi til stað- og tímabundinna fornleifarannsókna, sbr. 2. mgr. 6. gr., skal þess gætt að stjórnandi þeirra hafi tilskilda menntun í fornleifafræði. Skal leyfi vera skriflegt hverju sinni og sá sem slíkt leyfi fær hlíta þeim reglum sem Fornleifavernd ríkisins setur þar að lútandi, svo sem um skil á rannsóknarskýrslum og birtingu þeirra og um skil á gripum sem finnast við rannsóknina, sbr. 18. gr.
                  Fornleifavernd ríkisins skal taka afstöðu til fram kominna umsókna um rannsóknarleyfi svo fljótt sem við verður komið.
                  Fornleifavernd ríkisins skal leitast við að bjóða út þær fornleifarannsóknir sem hún telur nauðsynlegar á hverjum tíma.
     15.      Við 18. gr.
                  a.      Í stað orðsins „þjóðminjaverði“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Fornleifavernd ríkisins.
                  b.      Á eftir orðunum „sem grein þessi fjallar um“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: sem og 15. gr.
     16.      Við 19. gr. Í stað orðanna „þjóðminjavarðar“ og „þjóðminjavörður“ komi: Fornleifaverndar ríkisins, og: Fornleifavernd ríkisins.
     17.      Við 20. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Þjóðminjavörður ákveður“ í 1. mgr. komi: Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins ákveður í samráði við þjóðminjavörð.
                  b.      Í stað orðsins „þjóðminjavarðar“ í 2. mgr. komi: forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins.
     18.      Við 21. gr. Í stað orðsins „Þjóðminjavörður“ í 1. mgr. komi: Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins.
     19.      Við 22. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Þjóðminjavörður“ komi: Fornleifavernd ríkisins.
                  b.      Í stað orðanna „22. og 23. gr.“ komi: 20. og 21. gr.
     20.      Við 23. gr. Í stað orðanna „þjóðminjavarðar, forstöðumanns Þjóðminjasafns Íslands“ komi: forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, þjóðminjavarðar.
     21.      Við 24. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Fornleifasjóður hefur það hlutverk að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum. Menntamálaráðherra skipar fornleifasjóði þriggja manna stjórn sem úthlutar úr sjóðnum styrkjum til rannsóknar- og varðveisluverkefna og ber stjórnin ábyrgð á umsýslu sjóðsins. Menntamálaráðherra setur sjóðnum sérstakar úthlutunarreglur. Stjórn fornleifasjóðs skal þannig skipuð: Einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera fornleifafræðingur. Menntamálaráðherra skipar formann úr hópi stjórnarmanna.
                  b.      Í stað orðsins „frjáls“ í 2. tölul. 2. mgr. komi: önnur.
     22.      Við 27. gr. Í stað „14. gr.“ komi: 15. gr.
     23.      Við 28. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Þjóðminjavörður“ komi: Fornleifavernd ríkisins.
                  b.      Í stað orðsins „honum“ komi: stofnuninni.
     24.      Við 29. gr. Greinin orðist svo:
                  Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna í heild eða einstakra kafla þeirra. Í reglugerðinni skal m.a. kveða nánar á um samstarf Fornleifaverndar ríkisins, Þjóðminjasafns Íslands og húsafriðunarnefndar.
     25.      Við ákvæði til bráðabirgða. 3. og 4. mgr. orðist svo:
                  Starfandi þjóðminjavörður gegnir embætti sínu í allt að þrjá mánuði frá gildistöku laga þessara eða þar til skipað hefur verið í embætti þjóðminjavarðar, sbr. 3. gr., og forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, sbr. 6. gr., og skal embætti hans lagt niður frá og með þeim tíma.
                  Þeir starfsmenn sem eru fastráðnir hjá Þjóðminjasafni Íslands við gildistöku laga þessara skulu halda öllum starfsréttindum sínum óbreyttum, þar með töldum réttindum sem byggjast á starfs- og þjónustualdri annaðhvort hjá Fornleifavernd ríkisins eða hjá Þjóðminjasafni Íslands samkvæmt nánara samkomulagi við forstöðumenn stofnananna. Breyting á starfsstöð starfsmannanna sem lög þessi hafa í för með sér felur því ekki í sér niðurlagningu starfa þeirra í skilningi starfsmannalaga, nr. 70/1996, og gilda þau ákvæði því ekki um þá.
     26.      Fyrirsögn I. kafla verði: Yfirstjórn og skipulag.
     27.      Fyrirsögn II. kafla verði: Fornleifavernd ríkisins.
     28.      II. kafli ásamt greinum verði III. kafli.
     29.      III. kafli ásamt greinum verði II. kafli.