Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 25/126.

Þskj. 1361  —  555. mál.


Þingsályktun

um tilraunir með brennsluhvata.


    Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að láta fara fram ítarlegar tilraunir og úttekt á umhverfis- og brennsluáhrifum brennsluhvata. Niðurstöður þeirrar úttektar verði gerðar opinberar fyrir 1. júlí 2002.

Samþykkt á Alþingi 15. maí 2001.