Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1375, 126. löggjafarþing 652. mál: leikskólar (starfslið).
Lög nr. 47 26. maí 2001.

Lög um breyting á lögum um leikskóla, nr. 78/1994.


1. gr.

     2. og 3. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
     Menntamálaráðherra setur leikskólum aðalnámskrá leikskóla. Þar skal kveðið á um uppeldis- og menntunarhlutverk leikskólans, gildi leiksins og meginstefnu varðandi starfshætti og innra gæðamat.
     Menntamálaráðuneytið hefur aðalnámskrá leikskóla stöðugt til endurskoðunar, sér um útgáfu hennar og breytingar þegar þörf er talin á. Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár leikskóla skal birt í Stjórnartíðindum.

2. gr.

     Við 1. mgr. 12. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Heimilt er að starfsfólk án leikskólakennaramenntunar taki þátt í að annast uppeldi og menntun barna undir stjórn leikskólakennara, enda fáist ekki leikskólakennari til starfsins. Nánar skal kveðið á um leiðbeiningar- og stjórnunarhlutverk leikskólakennara í reglugerð.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2001.