Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1378, 126. löggjafarþing 695. mál: málefni aldraðra (vistunarmat).
Lög nr. 67 26. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.


1. gr.

     1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Sveitarstjórnir í heilsugæsluumdæmi, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu, skipa fimm fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra að loknum sveitarstjórnarkosningum. Héraðslæknir tilnefnir lækni, með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga, og hjúkrunarfræðing, með þekkingu á öldrunarþjónustu. Sveitarstjórnir skipa án tilnefningar tvo fulltrúa sem hafa þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða. Skal annar þeirra vera félagsráðgjafi eða hafa hliðstæða menntun. Samtök eldri borgara á svæðinu tilnefna einn fulltrúa úr sínum röðum og sinnir hann öðrum verkefnum þjónustuhóps aldraðra en þeim sem kveðið er á um í 4. tölul. 8. gr.

2. gr.

     Á eftir orðunum „þjónustuhóps aldraðra“ í 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: sbr. þó 7. og 8. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2001.