Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1401  —  239. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um gerð neyslustaðals.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og kynnt sér umsagnir sem bárust frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, Hagstofu Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Félagi einstæðra foreldra, Landssambandi eldri borgara, Öryrkjabandalagi Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Neytendasamtökunum og ríkisskattstjóra.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að gera könnun á notkun neysluviðmiðana í nágrannalöndum Íslendinga við ákvarðanir er lúta að fjárhæðum bóta og styrkja í velferðarkerfinu, við mat á greiðslugetu við innheimtu vangoldinna opinberra gjalda og meðlagsgreiðslna og við ákvarðanatöku við lánveitingar úr opinberum sjóðum, svo sem lánasjóðum námsmanna og íbúðalánasjóðum. Enn fremur verði lagt mat á hvort ástæða sé til að samræma slíkar neysluviðmiðanir hér á landi, notkun þeirra eða aðferðir við gerð þeirra.
    Stefnt skal að því að niðurstöður verði lagðar fyrir Alþingi á næsta þingi.

    Margrét Frímannsdóttir og Gunnar Birgisson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 17. maí 2001.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Einar K. Guðfinnsson.


Ögmundur Jónasson.


Hjálmar Árnason.



Kristinn H. Gunnarsson.