Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 26/126.

Þskj. 1448  —  239. mál.


Þingsályktun

um gerð neyslustaðals.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að gera könnun á notkun neysluviðmiðana í nágrannalöndum Íslendinga við ákvarðanir er lúta að fjárhæðum bóta og styrkja í velferðarkerfinu, við mat á greiðslugetu við innheimtu vangoldinna opinberra gjalda og meðlagsgreiðslna og við ákvarðanatöku við lánveitingar úr opinberum sjóðum, svo sem lánasjóðum námsmanna og íbúðalánasjóðum. Enn fremur verði lagt mat á hvort ástæða sé til að samræma slíkar neysluviðmiðanir hér á landi, notkun þeirra eða aðferðir við gerð þeirra.
    Stefnt skal að því að niðurstöður verði lagðar fyrir Alþingi á næsta þingi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2001.