Ferill 655. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 31/126.

Þskj. 1460  —  655. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu V. viðauka við samning um verndun Norðaustur-Atlantshafsins, um verndun og varðveislu vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni hafsvæðisins.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd V. viðauka við samning um verndun Norðaustur-Atlantshafsins, um verndun og varðveislu vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni hafsvæðisins, og 3. viðbæti við samninginn sem gerðir voru í Sintra 23. júlí 1998.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2001.