Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1479, 126. löggjafarþing 731. mál: tollalög (grænmetistegundir).
Lög nr. 86 31. maí 2001.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 6. gr. A laganna:
  1. Í stað orðsins „tolli“ í 2. málsl. kemur: verð- og/eða magntolli.
  2. Við bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Ákvörðun landbúnaðarráðherra um lækkun tolls í samræmi við framangreinda hundraðshluta verð- og/eða magntolls skal ráðast af því hvort nægilegt framboð af viðkomandi vörum á hæfilegu verði er til staðar á innanlandsmarkaði. Hundraðshlutar tolls hverrar vöru skulu vera hærri eftir því sem framboð á innlendri framleiðslu er meira en lækka að sama marki eftir því sem framboð á innlendri framleiðslu minnkar. Landbúnaðarráðherra skal við ákvörðun um hundraðshluta tolls leitast við að jafnræði ríki milli innlendrar og innfluttrar framleiðslu í samkeppnislegu tilliti.


2. gr.

     Viðauki IVB við lögin ásamt fyrirsögn orðast svo:
Viðauki IVB
     
Vörulýsing Vöruliðir í Heildartollkvótar
tollskrá í tonnum
Lifandi eða afskorin 0610 500
blóm og plöntur 0602
0603
0604
Nýjar eða kældar garð-
og gróðurhúsavörur
Kartöflur 0701 4000
0710
Tómatar 0702 500
Laukur 0703 1500
Kál 0704 1100
Salat 0705 1000
Gulrætur, næpur, rófur
og aðrar rætur 0706 500
Gúrkur 0707 200
Ertur og belgaldin 0708 100
Aðrar matjurtir 0709 800


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.